Karl á áttræðisaldri í haldi

Á vettvangi í Hverfisgötu.
Á vettvangi í Hverfisgötu. Árni Sæberg

Karl á áttræðisaldri er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, grunaður um aðild að sprengjumálinu svonefnda. Lögregla hefur jafnframt lagt hald á ýmsan búnað sem tengist málinu, auk þess sem bíll mannsins er í vörslu lögreglu en ökutækið er sömu gerðar og lýst var eftir.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að tveir aðrir menn hafi verið handteknir í tengslum við málið í dag en þeim hefur báðum verið sleppt úr haldi.

Fjölmargir hafi verið kallaðir til skýrslutöku undanfarna daga en unnið hafi verið sleitulaust að málinu frá því að það kom upp á þriðjudaginn í síðustu viku enda er það litið mjög alvarlegum augum hjá lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert