Blár ópal fékk flest atkvæði

Kristmundur Axel Kristmundsson, syngur með Bláum ópal í Hörpu í …
Kristmundur Axel Kristmundsson, syngur með Bláum ópal í Hörpu í gærkvöldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lagið Stattu upp í flutningi strákasveitarinnar Blás ópals fékk flest atkvæði í símakosningu Söngvakeppni Sjónvarpsins í gærkvöldi. Lagið fékk 700 fleiri atkvæði en lagið sem vann, Mundu eftir mér í flutningi Gretu Salóme og Jónsa í Svörtum fötum. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Skýringin á þessu felst í því að atkvæði almennings giltu til jafns við atkvæði sjö manna dómnefndar. Lagið Stattu upp varð í þriðja sæti dómnefndarinnar en lagið Mundu eftir mér í því fyrsta. Því fór sem fór.

Tæplega 80 þúsund atkvæði voru greidd í símakosningu keppninnar í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert