Skattheimta hækkar bensínverð

„Eldsneytisverð er orðið allt of hátt og venjulegt fólk þarf bráðum að leggja bílnum ef ekki verður eitthvað gert til að lækka verðið,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. 

„Skattheimta er almennt komin út fyrir öll eðlileg mörk á Íslandi. Það liggur við að ef eitthvað hreyfist þá sé það skattlagt. Það sem helst ræður verðlagningu á eldsneyti eru opinber gjöld og skattar en af hverjum greiddum bensínlítra borga neytendur um 118 krónur til ríkisins. Það er orðinn lúxus að keyra bíl á Íslandi.“

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að frá tímabilinu 2008 til dagsins í dag hafi skattgreiðsla dæmigerðrar fjölskyldu hækkað um 100 þúsund krónur á ári vegna reksturs á fjölskyldubílnum. „Stjórnvöld hafa sagt að til þess að draga úr sveiflum á eldsneytisverði vegna þróunar á heimsmarkaði sé stór hluti skatta á eldsneyti fastar krónutölur, t.d. bensíngjald, vörugjald og kolefnisgjald sem er nýtt gjald en ofan á þetta leggst svo 25,5% virðisaukaskattur. Það mætti afnema eða lækka kolefnisgjaldið og vörugjaldið en sá skattur hefur hækkað um 160 prósent frá hruni og rennur ekki sérstaklega til vegamála eða umhverfismála.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert