„Brýnt að koma stórverkefnum í gang“

Jóhanna Sigurðardóttir flytur ræðu á Viðskiptaþingi.
Jóhanna Sigurðardóttir flytur ræðu á Viðskiptaþingi. mbl.is/GSH

Atvinnulífið og framlag atvinnugreina til hagvaxtar og bættra lífskjara verður í brennidepli á árlegu Viðskiptaþingi á morgun.

Viðskiptaþingið hefur allt frá því það var fyrst haldið árið 1975 verið vettvangur mikillar umræðu um stöðu og horfur í viðskipta- og efnahagslífinu. Ræður sem fluttar hafa verið á þinginu hafa undantekningarlaust vakið athygli en yfirlýsingar og áherslur líka á stundum verið umdeildar, ekki síst þær sem gefnar voru á árunum fyrir bankahrunið.

Mjög löng hefð er fyrir því að forsætisráðherra flytji ræðu á Viðskiptaþingi að sögn Finns Oddssonar, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands. Sú hefð hefur nú verið rofin því eins og fram hefur komið ávarpar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ekki Viðskiptaþingið á morgun. Þrátt fyrir boð sá hún sér ekki fært að flytja ræðu á þinginu að þessu sinni.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Jóhanna hefur þrisvar ávarpað Viðskiptaþingið eftir að hún tók við embætti forsætisráðherra. Fjallað er um inntak ávarpanna í blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert