Fundi Landsbankans frestað vegna veðurs

mbl.is/Hjörtur

Fundi sem stjórnendur Landsbankans ætluðu að halda á Reyðarfirði í kvöld kl. 20 hefur verið frestað vegna veðurs. Stjórnendur bankans komast ekki austur eftir að flugi var aflýst.

Landsbankinn ætlar á næstu vikum að efna til átta opinna funda um allt land til að eiga samræður við viðskiptavini og samfélagið um stöðu bankans, stefnu hans og framtíð. Á síðasta ári stóð Landsbankinn fyrir níu slíkum fundum sem ríflega 800 manns sóttu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert