Örn Bárður tekinn af dagskrá

Ríkisútvarpið.
Ríkisútvarpið. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Hlustendum Rásar 1 brá mörgum hverjum í brún í gærkvöldi þegar lestur Passíusálma hófst, en í stað raddar Arnar Bárðar Jónssonar sóknarprests hljómaði rödd Péturs Gunnarssonar. Reyndist ekki um mistök að ræða en stjórnendur Ríkisútvarpsins ákváðu að taka Örn af dagskrá vegna framboðs hans til biskups.

Lestur Passíusálma hófst mánudaginn 6. febrúar sl., en þeir eru fluttir árlega á níu vikna föstu og hefur svo verið get síðan 1944. Á vef Ríkisútvarpsins segir að á undanförnum áratugum hafi margt þjóðkunnra manna, presta og leikmanna, lesið sálmana. „Fyrstur til að lesa þá var Sigurbjörn Einarsson biskup, en af öðrum lesurum má nefna Andrés Björnsson útvarpsstjóra, Jón Helgason prófessor, Sigurð Nordal, Halldór Laxness og Vigdísi Finnbogadóttur.“

Sama gildir um aðra dagskrárliði

Lesari í ár er Örn Bárður, sem er sóknarprestur við Neskirkju í Reykjavík. Hann hafði þegar lesið alla sálmana inn á upptökuband og tíu sálmum verið útvarpað þegar ákvörðun var tekin um að skipta Erni út. „Okkur fannst eðlilegt að taka hann út þar sem hann er kominn í framboð en með því gætum við jafnræðis milli hans og annarra sem eru í sömu stöðu,“ segir Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins.

Sigrún segir að það sama gildi um morgunbænir, sunnudagshugvekjur og messur; þeir sem eru í framboði til biskups taki ekki þátt í þessum dagskrárliðum fyrir Ríkisútvarpið.

En þó svo hætt hafi verið við Örn í ár er ekki þar með sagt að upptökurnar fari í súginn. „Við getum notað hann síðar, enda les hann alveg ljómandi vel,“ segir Sigrún. „En við töldum þetta eðlilegt.“

Ákveðið hefur verið að Pétur Gunnarsson lesi tíu sálma og svo taki annar lesari við. Sigrún segir að fyrirkomulaginu sé oft breytt milli ára. „Í fyrra vorum við með ungt fólk sem las og núna er hópur eldri borgara við æfingar og ætlar að taka upp passíusálma fyrir næsta ár. Það er skemmtilegt að breyta svona til.“

Almenningi finnst þetta skrítið

Sjálfur segist Örn Bárður verða að skilja stjórnendur Ríkisútvarpsins og löngun þeirra til að tryggja jafnræði. Hann segist engar athugasemdir gera við það að vera tekinn af dagskrá. „Ég er ekki með neinn uppsteyt og hreyfi engum andmælum. Stofnunin hefur sínar reglur og tekur sínar ákvarðanir. Ég veit þó að sumum finnst þetta svolítið stíft og skrítið, almenningi, en ég lýsi skilningi á þessu.“

Örn hefur ekki áhyggjur af því að upptökurnar verði ekki notaðar. „Þetta verður sett í salt og súr og kannski verður lesturinn bara bragðbetri þegar hann kemur upp úr tunnunum á næsta ári, eða hvenær sem það verður.“

Örn Bárður Jónsson.
Örn Bárður Jónsson.
Sigrún Stefánsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir Morgunblaðið/G.Rúnar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ennþá að skamma fyrir nektarmyndir

11:25 „Við erum ennþá að skamma fólk fyrir að taka af sér nektarmyndir,“ segir Stefán Gunnar Sigurðsson, einn af skipuleggjendum Druslugöngunnar, og að þetta þurfi að breytast en eitt helsta baráttumál göngunnar í ár er að skila skömminni frá þolendum stafræns kynferðisofbeldis yfir til gerenda. Meira »

Rafleiðni minnkar hægt

11:00 Rafleiðni í Múlakvísl virðist hafa náð ákveðnum toppi í bili og mælist nú um 420 µS/cm. Hún getur þó vaxið aftur að sögn Einars Hjörleifssonar náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu. Áin er gríðarstór og mikil lykt er af henni. Óvenjulítið ber á sigkötlunum í Mýrdalsjökli. Meira »

John Snorri á leið í grunnbúðir

09:53 John Snorri Sigurjónsson, fyrsti Íslendingurinn til þess að toppa fjallið K2, er á leiðinni aftur niður í grunnbúðir. Leiðin niður er ekki síður hættuleg en erfitt er að verjast snjóflóðum, grjóthruni og skriðum sem koma í bakið. Meira »

Upp á bráðamóttöku NÚNA!

09:34 „Hvaða vitleysa er þetta, ég er bara 43 ára gamall. Get varla verið að fá kransæðastíflu,“ hugsaði leikhúsmaðurinn Bjarni Haukur Þórsson með sér haustið 2014. Þetta var skömmu eftir frumsýningu bíómyndarinnar Afans og Bjarni farinn að finna fyrir vaxandi mæði en ýtti því frá sér. Meira »

Fyrsta ferðin til Akraness

08:18 Á morgun klukkan átta er áætlað að franska skemmtiferðaskipið Le Boreal leggist að aðalhafnargarðinum á Akranesi.   Meira »

Hlaupið nái hámarki eftir nokkra tíma

08:07 „Það hefur vaxið mjög mikið rafleiðnin núna, sérstaklega síðasta klukkutímann,“ segir Gunnar B. Guðmundsson, sérfræðingur á sviði jarðvár hjá Veðurstofu Íslands, um ástand mála í Múlakvísl. Jökulhlaup er hafið í ánni og mun líklega ná hámarki eftir fáeinar klukkustundir. Meira »

Óvíst hvenær ný meðferð verður í boði

07:37 Brýnt er að íslenskt samfélag marki sér stefnu varðandi krabbameinsmeðferðir og hvort bjóða eigi upp á nýjustu meðferðir á þessu sviði, en þær verða sífellt dýrari og sérhæfðari. Meira »

Skert sóknargjald gerir viðhald á kirkjum erfitt

07:57 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, segir að lækkun á tekjum kirknanna eftir hrun eigi þátt í því að ekki hefur verið hægt að sinna viðhaldi sem skyldi. Meira »

Hópslagsmál og sprautuhótun

07:34 Lögregla var kölluð út í miðbænum í nótt vegna hópslagsmála. Samkvæmt tilkynningu var mikill hiti í mönnum og þrír lögreglubílar sendir á vettvang. Mál leystust þó án teljandi vandræða og reyndist ekki nauðsynlegt að handtaka neinn viðkomandi. Meira »

Litakóða Kötlu breytt í gult

07:20 Litakóða Kötlu hefur verið breyt í gult vegna jökulhlaups í Múlakvísl og skjálftaóróa á nærliggjandi jarðskjálftamælum. Skjálftaóróinn gæti verið tengdur hlaupinu og verið að öllu óskildur gosvirkni, þó ekki sé hægt að útiloka það á þessari stundu. Meira »

Erfitt hjá bændum og sláturleyfishöfum

05:30 Útflutningur á kindakjöti hefur undanfarin ár skilað miklu minni tekjum en áður auk þess sem birgðir hafa safnast upp í landinu, mörg hundruð tonn. Meira »

Vilja hafa hlutina flókna

05:30 Regluverk í byggingariðnaði á Íslandi er orðið flóknara en annars staðar á Norðurlöndum, að sögn Björgvins Víglundssonar, verkfræðings og fyrrverandi starfsmanns hjá byggingarfulltrúanum í Reykjavík. Meira »

Flotinn eltist við makrílinn

05:30 „Ég er ekki með nýjustu tölur en veiðarnar hafa gengið vel hjá okkur,“ segir Jón Helgason, sölustjóri uppsjávarfisks hjá HB Granda, spurður út í yfirstandandi makrílveiðar þeirra. Meira »

Þrjú stór skip í höfn á Ísafirði

05:30 Þrjú skemmtiferðaskip liggja nú á Ísafirði, en um næstu helgi er búist við fjórum skipum þangað með alls 4.300 farþega um borð. Meira »

Færri bókanir en 2016

05:30 Ólafur Torfason, stjórnarformaður Íslandshótela, segir útlit fyrir færri bókanir í ár en í fyrra. Spár um vöxt milli ára muni að óbreyttu ekki rætast. Íslandshótel eru stærsta hótelkeðja landsins. Hótelin eru 17, þar af 11 á landsbyggðinni. Meira »

Nýtt gæðagras uppfyllir staðla FIFA

05:30 „Verið er að setja alveg nýtt gervigras á Akraneshöllina, en það gamla var úr sér gengið og ónýtt,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Meira »

Félagslegt húsnæði í smáhýsi

05:30 Sandgerðisbær hefur gert samning um kaup á fjórum smáhýsum sem nýta á sem félagslegt húsnæði.  Meira »

Sala á léttöli aukist gríðarlega

05:30 „Það hefur verið jöfn og góð aukning. Frá árinu 2013 hefur salan aukist um 60% í lítrum hjá okkur fyrstu sex mánuði áranna,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, spurður hvort sala á léttöli hafi aukist á Íslandi. Meira »
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
BÍLAKERRUR NÝ SENDING TIL AFGREIÐSLU
Vorum að fá sendingu af vinsælu HULCO fjölnotakerrunum, sjá fjölda mynda bæði á ...
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Geirlandsá - útboð óskað er eftir tilbo
Veiði
Geirlandsá - útboð Óskað er eftir til...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...