Örn Bárður tekinn af dagskrá

Ríkisútvarpið.
Ríkisútvarpið. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Hlustendum Rásar 1 brá mörgum hverjum í brún í gærkvöldi þegar lestur Passíusálma hófst, en í stað raddar Arnar Bárðar Jónssonar sóknarprests hljómaði rödd Péturs Gunnarssonar. Reyndist ekki um mistök að ræða en stjórnendur Ríkisútvarpsins ákváðu að taka Örn af dagskrá vegna framboðs hans til biskups.

Lestur Passíusálma hófst mánudaginn 6. febrúar sl., en þeir eru fluttir árlega á níu vikna föstu og hefur svo verið get síðan 1944. Á vef Ríkisútvarpsins segir að á undanförnum áratugum hafi margt þjóðkunnra manna, presta og leikmanna, lesið sálmana. „Fyrstur til að lesa þá var Sigurbjörn Einarsson biskup, en af öðrum lesurum má nefna Andrés Björnsson útvarpsstjóra, Jón Helgason prófessor, Sigurð Nordal, Halldór Laxness og Vigdísi Finnbogadóttur.“

Sama gildir um aðra dagskrárliði

Lesari í ár er Örn Bárður, sem er sóknarprestur við Neskirkju í Reykjavík. Hann hafði þegar lesið alla sálmana inn á upptökuband og tíu sálmum verið útvarpað þegar ákvörðun var tekin um að skipta Erni út. „Okkur fannst eðlilegt að taka hann út þar sem hann er kominn í framboð en með því gætum við jafnræðis milli hans og annarra sem eru í sömu stöðu,“ segir Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins.

Sigrún segir að það sama gildi um morgunbænir, sunnudagshugvekjur og messur; þeir sem eru í framboði til biskups taki ekki þátt í þessum dagskrárliðum fyrir Ríkisútvarpið.

En þó svo hætt hafi verið við Örn í ár er ekki þar með sagt að upptökurnar fari í súginn. „Við getum notað hann síðar, enda les hann alveg ljómandi vel,“ segir Sigrún. „En við töldum þetta eðlilegt.“

Ákveðið hefur verið að Pétur Gunnarsson lesi tíu sálma og svo taki annar lesari við. Sigrún segir að fyrirkomulaginu sé oft breytt milli ára. „Í fyrra vorum við með ungt fólk sem las og núna er hópur eldri borgara við æfingar og ætlar að taka upp passíusálma fyrir næsta ár. Það er skemmtilegt að breyta svona til.“

Almenningi finnst þetta skrítið

Sjálfur segist Örn Bárður verða að skilja stjórnendur Ríkisútvarpsins og löngun þeirra til að tryggja jafnræði. Hann segist engar athugasemdir gera við það að vera tekinn af dagskrá. „Ég er ekki með neinn uppsteyt og hreyfi engum andmælum. Stofnunin hefur sínar reglur og tekur sínar ákvarðanir. Ég veit þó að sumum finnst þetta svolítið stíft og skrítið, almenningi, en ég lýsi skilningi á þessu.“

Örn hefur ekki áhyggjur af því að upptökurnar verði ekki notaðar. „Þetta verður sett í salt og súr og kannski verður lesturinn bara bragðbetri þegar hann kemur upp úr tunnunum á næsta ári, eða hvenær sem það verður.“

Örn Bárður Jónsson.
Örn Bárður Jónsson.
Sigrún Stefánsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir Morgunblaðið/G.Rúnar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Bilun í sendi Vodafone í Reykhólasveit

13:19 Sjónvarpsþjónusta Digital Ísland á vegum Vodafone hefur legið niðri víða í Reykhólasveit og á nærliggjandi bæjum síðan í gær. „Bilunin nær jafnvel eitthvað inn á Búðardalinn, en það komu tilkynningar frá þessu svæði í gær,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, verkefnastjóri samskiptamála hjá Vodafone. Meira »

Með fartölvuna í blæðandi höndunum

12:25 Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og snemma í morgun. Karlmaður var handtekinn á sjötta tímanum í morgun vegna gruns um innbrot í læst rými í húsnæði Landspítalans. Hafði maðurinn m.a. veist að öryggisverði skömmu áður en lögreglan kom á vettvang. Meira »

„Þessum viðræðum er hvergi nærri lokið“

11:55 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segist vera vel meðvituð um að það sé áhætta fyrir flokkinn að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þetta sagði Katrín í þættinum Vikulokin á Rás 1 nú í morgun. Meira »

Kanna aðstæður við Öræfajökul

10:59 Fulltrúar á vegum almannavarna lögðu af stað í eftirlitsflug yfir Öræfajökul um níuleytið í morgun vegna vísbendinga um aukna virkni í jöklinum. Rík­is­lög­reglu­stjóri, í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Suður­landi, lýsti yfir óvissu­stigi al­manna­varna á svæðinu í gær. Meira »

Bílvelta á Bústaðavegi

10:27 Bílvelta varð á bústaðavegi um tíuleytið í morgun og er nú mikill viðbúnaður lögreglu, slökkviliðs og sjúkrabíla á staðnum, en atvikið átti sér stað til móts við verslunarkjarnann Grímsbæ. Meira »

Óráðlegt að vera á ferðinni við Múlakvísl

10:24 Rafleiðni heldur áfram að hækka í Múlakvísl á Mýrdalssandi. Há raf­leiðni hefur mæl­st í ánni síðustu daga og hefur hækkað veru­lega síðustu tvo daga og mæl­ist nú 430 míkrósímens/​cm. Meira »

Skilur við fortíðina

10:10 Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Utopia, kemur út 24. nóvember. Platan er óður til ástarinnar og bjartsýninnar. Björk segir hana marka nýjan kafla í lífi hennar eftir uppgjör við skilnað sinn fyrir nokkrum árum. Björk opnar sig og segir frá valdníðslu og áreitni fyrir átján árum. Meira »

Éljagangur norðan- og austantil

10:20 Ekkert lát virðist vera á norðanáttinni hér á landi og meðfylgjandi köldu veðri. Í dag er útlit fyrir að vindur verði nokkuð hægur og að áfram verði éljagangur norðan- og austantil á landinu. Sunnan- og vestanlands verður hins vegar að mestu þurrt og bjart með köflum. Meira »

Hætt kominn vegna fíkniefnaleka

09:57 Íslenskur karlmaður var nýverið hætt kominn þegar að pakkning með fíkniefnum sem hann hafði komið fyrir innvortis fór að leka. „Maðurinn var fluttur með hraði á Landspítala þar sem gerð var á honum aðgerð sem án vafa hefur bjargað lífi hans,“ að því er segir í fréttatilkynningu frá lögreglu. Meira »

Fluttur á sjúkrahús vegna ammoníaksleka

09:18 Einn var fluttur undir læknishendur í vikunni eftir að ammoníaksleki varð í vinnslusal frystihúss í Grindavík. Ástæðu lekans má rekja til ammoníaksrörs í frystisamstæðu í vinnslusal frystihússins sem rofnaði. Starfsmaður hafði sett lítið plastskurðarbretti upp við hlið samstæðunnar sem olli því að rörið fór í sundur. Meira »

Ökumaður í vímu ók á rútu

08:53 Ökumaður fólksbifreiðar og farþegi í henni sluppu með skrekkinn þegar bílnum var ekið inn í framanverða hliðina á rútu á Reykjanesbraut nú í vikunni. Hugðist ökumaðurinn aka fram úr rútunni, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum, en ók þess í stað á hana. Meira »

Grenitréð skreytt 36 dögum fyrir jól

08:18 Í gær var unnið að því hörðum höndum að skreyta fagurlega myndað grenitréð í Smáralind og ljá því jólasvip.  Meira »

Ræddu örlög bankakerfisins

08:15 Í endurriti af símtali Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, og Geirs H. Haarde forsætisráðherra, sem átti sér stað 6. október 2008, má sjá að í fyrri samskiptum þeirra hafi forsætisráðherra lagt á það áherslu að allra leiða yrði leitað til að bjarga Kaupþingi frá gjaldþroti. Meira »

Vatnslekar í heimahúsum í miðbænum

07:55 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í tvígang í miðborg Reykjavíkur vegna vatnsleka í heimahúsum í nótt.  Meira »

Fjórir í fangageymslum vegna ölvunar

07:21 Nokkur erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og handtók hún m.a. sjö einstaklinga í vegna ölvunar- og fíkniefnaaksturs. Voru þeir allir látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku. Meira »

Leitað að þeim sem áttu bætur

07:57 Alþingi var óheimilt að skerða atvinnuleysisbótarétt þeirra sem þegar höfðu virkjað rétt sinn fyrir 1. janúar 2015. Þetta kom fram í dómi Hæstaréttar 1. júní sl. um styttingu á bótatímabili atvinnuleysistrygginga úr 36 mánuðum í 30 mánuði. Meira »

Skjálfti af stærðinni 3,4 við Siglufjörð

07:40 Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 varð í nágrenni Siglufjarðar um klukkan eitt í nótt. Skjálftinn varð um 11 km norðvestur af Siglufirði að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Meira »

Jólatörnin hjá hárgreiðslufólki er hafin

05:30 Útvarps- og hárgreiðslumaðurinn Svavar Örn Svavarsson segir að jólatörnin sé þegar hafin hjá hárgreiðslufólki og segir að bókanir hafi hrúgast inn að undanförnu. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Tattoo
...
Faglærður húsasmiður .
B.Bollason ehf. Byggingaverktaki. Tek að mér smíðavinnu fyrir einstaklinga og f...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...