Örn Bárður tekinn af dagskrá

Ríkisútvarpið.
Ríkisútvarpið. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Hlustendum Rásar 1 brá mörgum hverjum í brún í gærkvöldi þegar lestur Passíusálma hófst, en í stað raddar Arnar Bárðar Jónssonar sóknarprests hljómaði rödd Péturs Gunnarssonar. Reyndist ekki um mistök að ræða en stjórnendur Ríkisútvarpsins ákváðu að taka Örn af dagskrá vegna framboðs hans til biskups.

Lestur Passíusálma hófst mánudaginn 6. febrúar sl., en þeir eru fluttir árlega á níu vikna föstu og hefur svo verið get síðan 1944. Á vef Ríkisútvarpsins segir að á undanförnum áratugum hafi margt þjóðkunnra manna, presta og leikmanna, lesið sálmana. „Fyrstur til að lesa þá var Sigurbjörn Einarsson biskup, en af öðrum lesurum má nefna Andrés Björnsson útvarpsstjóra, Jón Helgason prófessor, Sigurð Nordal, Halldór Laxness og Vigdísi Finnbogadóttur.“

Sama gildir um aðra dagskrárliði

Lesari í ár er Örn Bárður, sem er sóknarprestur við Neskirkju í Reykjavík. Hann hafði þegar lesið alla sálmana inn á upptökuband og tíu sálmum verið útvarpað þegar ákvörðun var tekin um að skipta Erni út. „Okkur fannst eðlilegt að taka hann út þar sem hann er kominn í framboð en með því gætum við jafnræðis milli hans og annarra sem eru í sömu stöðu,“ segir Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins.

Sigrún segir að það sama gildi um morgunbænir, sunnudagshugvekjur og messur; þeir sem eru í framboði til biskups taki ekki þátt í þessum dagskrárliðum fyrir Ríkisútvarpið.

En þó svo hætt hafi verið við Örn í ár er ekki þar með sagt að upptökurnar fari í súginn. „Við getum notað hann síðar, enda les hann alveg ljómandi vel,“ segir Sigrún. „En við töldum þetta eðlilegt.“

Ákveðið hefur verið að Pétur Gunnarsson lesi tíu sálma og svo taki annar lesari við. Sigrún segir að fyrirkomulaginu sé oft breytt milli ára. „Í fyrra vorum við með ungt fólk sem las og núna er hópur eldri borgara við æfingar og ætlar að taka upp passíusálma fyrir næsta ár. Það er skemmtilegt að breyta svona til.“

Almenningi finnst þetta skrítið

Sjálfur segist Örn Bárður verða að skilja stjórnendur Ríkisútvarpsins og löngun þeirra til að tryggja jafnræði. Hann segist engar athugasemdir gera við það að vera tekinn af dagskrá. „Ég er ekki með neinn uppsteyt og hreyfi engum andmælum. Stofnunin hefur sínar reglur og tekur sínar ákvarðanir. Ég veit þó að sumum finnst þetta svolítið stíft og skrítið, almenningi, en ég lýsi skilningi á þessu.“

Örn hefur ekki áhyggjur af því að upptökurnar verði ekki notaðar. „Þetta verður sett í salt og súr og kannski verður lesturinn bara bragðbetri þegar hann kemur upp úr tunnunum á næsta ári, eða hvenær sem það verður.“

Örn Bárður Jónsson.
Örn Bárður Jónsson.
Sigrún Stefánsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir Morgunblaðið/G.Rúnar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Flúrað yfir ör sjálfskaða

21:00 Húðflúrarinn Tiago Forte tekur að sér að flúra yfir ör þeirra sem hafa skaðað sjálfa sig án endurgjalds. Þegar mbl.is kom við á stofunni hjá Tiago í Garðabæ var Sunna Mjöll Georgsdóttir í stólnum og lét flúra yfir fjölmörg ljót ör á framhandleggnum en sjálfsskaðinn hófst hjá henni um 15 ára aldur. Meira »

Harmar brotthvarf Sigmundar

20:39 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segist harma brotthvarf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr Framsóknarflokknum. Meira »

Laxinn og hvítfiskurinn að renna saman

20:37 Stórir aðilar í laxeldi í bæði í Kanada og Noregi hafa keypt hefðbundin sjávarútvegsfyrirtæki. Þeir geta nýtt markaðsþekkingu og dreifileiðir laxins til að selja hvítfiskinn. Á sama tíma færist fisksala í auknum mæli á netið og smásalar styrkjast. Meira »

Sveinn Hjörtur segir sig úr Framsókn

20:15 Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, fyrrverandi formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum og frá öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Frá þessu sagði hann í tilkynningu sem Vísir greindi frá fyrr í kvöld. Meira »

Kosið um fjögur efstu sætin

20:14 Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi boðar til auka kjördæmaþings eftir viku þar sem kosið verður um fjögur efstu sæti listans líkt og samþykkt var á síðasta kjördæmaþingi. Meira »

28 Íslendingar hlupu maraþon í Berlín

18:48 Stefán Guðmundsson kom fyrstur í mark af Íslendingunum 28 sem hlupu maraþon í Berlín í dag.   Meira »

Vill eldisreglu í fiskeldið

18:36 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar að stofna ráðgjafahóp um eldisreglu í fiskeldi sem byggir á sömu hugmynd og aflaregla í sjávarútvegi. Fjórir ráðherrar sátu íbúafund á Ísafirði í dag. Meira »

Löngu orðin hluti af Íslandi

18:36 Jeimmy Andrea Gutiérrez Villanueva vissi ekkert um Ísland þegar hún var spurð að því hvort hún gæti hugsað sér að fara þangað sem flóttamaður. En hún þurfti ekki að hugsa sig lengi um því aðstæður hennar voru ömurlegar og hún sá enga aðra leið en að fara í burtu. Hún hefur búið á Íslandi í 12 ár. Meira »

Ætlar ekki að ganga í annan flokk

18:32 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, segist ekki ætla að ganga í annan flokk, heldur mynda breiðan hóp um að stofna nýja hreyfingu. Þetta sagði hann í sexfréttum RÚV þar sem hann var spurður hvort hann yrði með í Samvinnuflokknum. Meira »

Eftirsjá að fólki sem yfirgefur flokkinn

18:10 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir alltaf eftirsjá af fólki sem kýs að yfirgefa flokkinn og hefur unnið honum gott brautargengi. Meira »

„Eigum fullt erindi í þessa keppni“

17:52 „Við vorum í raun að prufukeyra landsliðið ef svo má segja,“ segir Ragnheiður Héðinsdóttir, viðskiptastjóri matvælaiðnaðar hjá Samtökum iðnaðarins, en íslenska bakaralandsliðið tók um helgina þátt í Norðurlandakeppni í bakstri í Stokkhólmi. Meira »

Línur að skýrast hjá VG

17:36 Samþykkt var einróma tillaga stjórnar kjördæmaráðs VG í Norðvesturkjördæmi í dag að stilla upp á lista flokksins í kjördæminu fyrir komandi kosningar. Meira »

Fundinum ætlað að „kveikja elda“

17:35 Þessum fundi er ætlað að kveikja elda, sagði Pétur Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, við upphaf íbúafundar á Ísafirði í dag. Á fundinum var lögð áhersla á þrjú mál: Raforkuöryggi, samgöngur og sjókvíaeldi en öll eru þau mikið í deiglunni þessa dagana. Meira »

Ekki verið yfirheyrður um helgina

16:10 Erlendur karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að hafa veitt konu á fimmtugsaldri áverka á Hagamel á fimmtudagskvöld, sem leiddu til dauða hennar, hefur ekki verið yfirheyrður um helgina. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn vill ekki gefa upp hvort játning liggi fyrir í málinu. Meira »

Íslendingar í eldlínunni í Barcelona

15:49 Reykjavík er heiðursgestur á listahátíðinni La Merce sem fram fer í Barcelona nú um helgina. Hópur íslenskra listamanna er samankominn í borginni ásamt starfsmönnum menningarsviðs Reykjavíkurborgar. Meira »

Óskar Sigmundi velfarnaðar

16:12 „Það var niðurstaða fundarins að farið yrði í uppstillingu. Það var mikill meirihluti fundarmanna sem vildi það,“ segir Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um fund kjördæmisráðs flokksins í Norðausturkjördæmi sem lauk fyrir stundu. Meira »

Vestfirðingum gæti fjölgað um 900

15:50 Yrði 25 þúsund tonna laxeldi leyft við Ísafjarðardjúp gæti það skapað 260 ný störf á um áratug og um 150 afleidd störf til viðbótar. KPMG telur að íbúaþróun myndi snúast við og áætlar að fjölga myndi um 900 manns í sveitarfélögunum við Djúp á sama tíma og bein störf ná hámarki. Meira »

Framsókn í Norðaustur stillir upp á lista

14:39 Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi höfnuðu rétt í þessu tillögu stjórnar um að velja frambjóðendur á lista með tvöföldu kjördæmisþingi, líkt og gert verður í Norðvesturkjördæmi, að fram kemur á vef RÚV. Ákveðið var að stilla frekar upp á lista. Meira »
Skjóni eftir Nínu Tryggvadóttur
til sölu barnabókin Skjóni myndskreytt af Nínu Tryggvadóttur, útg. 1967, afar go...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
Eldhúsborð og stólar
Glæsilegt eldhúsborð og 4 leðurstólar. Tilboð óskast. Upplýsingar saeberg1...
Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
 
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...