LV seldi bílinn

Guðmundur Þ. Þórhallsson framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna
Guðmundur Þ. Þórhallsson framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna mbl.is

Bifreið framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verslunarmanna var seld í dag, en sjóðurinn hefur orðið fyrir gagnrýni vegna þess að Guðmundur Þ. Þórhallsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, hefur haft bifreið til afnota frá því haustið 2011. 

„Bílnum var reyndar skilað til Toyota-umboðsins,“ segir Þórhallur Jósepsson, almannatengslafulltrúi sjóðsins. „Guðmundur hefur starfað hjá sjóðnum síðan 2009, en nýtti sér þennan möguleika ekki fyrr en síðasta haust.“

Að sögn Þórhalls voru afnotin af bílnum hluti af starfskjörum Guðmundar og hann mun ekki fá launauppbót eða launahækkun til að vega upp á móti afnotunum.

Sjóðurinn á nú enga bifreið og mun ekki leggja framkvæmdastjóra eða öðrum starfsmönnum til bifreiðir til afnota.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert