Ekki kunnugt um fleiri tilvik

mbl.is/Sigurgeir

Rannsókn lögreglunnar vegna kæru stjórnar Fjármálaeftirlitsins (FME) á meintu broti fyrrverandi forstjóra FME í starfi er langt komin, að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns. Hugsanlega sér fyrir endann á rannsókninni í næstu viku.

Sem kunnugt er fékk stjórn FME ábendingar á hlaupársdag um að Gunnar Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóri FME, kynni að hafa brotið af sér með því að afla sér trúnaðarupplýsinga úr bankakerfinu með ólögmætum hætti.

Unni Gunnarsdóttur, starfandi forstjóra FME, var send fyrirspurn um hvort eitthvað hefði komið fram sem gæfi tilefni til frekari rannsóknar á því hvort upplýsinga hefði verið aflað með ólögmætum hætti í nafni FME eða starfsmanna þess í fleiri tilvikum en því sem þegar hefði verið kært til lögreglu.

Í skriflegu svari sem barst í gær segir að FME sé ekki kunnugt um annað tilvik en það sem hér hefur verið nefnt og þegar hefur verið kært til lögreglu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert