Bað Ársæl að koma gögnum til DV

Ársæll Valfells
Ársæll Valfells

Ársæll Valfells lektor segir í yfirlýsingu að starfsmaður Landsbankans hafi bankað á dyr heima hjá honum með gögn sem ættu að fara til Gunnars Andersens, fyrrverandi forstjóra FME. Hann hafi haft samband við Gunnar sem bað hann um að koma gögnunum til fréttastofu DV.

Í yfirlýsingu frá Ársæli kemur fram að forsagan að því að hann dróst óaðvitandi inn í mál Gunnars Andersen sé að maður hafi bankað á dyrnar heima hjá honum og beðið hann um að skila sendingu til Gunnars.

„Ég hafði samband strax við Gunnar og sagði honum frá sendingunni til hans. Hann bað mig um að koma henni til fréttastofu DV. Ég treysti dómgreind þáverandi forstjóra FME og fór eftir beiðni hans í þessu einstaka tilviki. Ég hafði enga vitneskju um innihald sendingarinnar og hef þegar skýrt yfirvöldum frá aðkomu minni að þessu máli, sem og öðrum hlutaðeigandi,“ að því er segir í yfirlýsingu frá Ársæli sem er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert