Kanna bótasvik félaga í glæpagengjum

MC Iceland Hell´s Angels setja upp merki.
MC Iceland Hell´s Angels setja upp merki. mbl.is/Golli

Verið er að rannsaka hvort félagar í glæpagengjum, sem lögregla hefur handtekið í fjöldavís að undanförnu, hafi gerst sekir um skattsvik og að hafa svikið bætur út úr almannatryggingakerfinu.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er jafnvel talið að svik af þessu tagi hafi verið stunduð um langa hríð.

Á undanförnum dögum og vikum hefur lögregla náð miklum árangri í baráttu við glæpagengi á borð við Vítisengla og Outlaws. Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, aðgerðir yfirvalda vera að bera árangur. Hann er þó ekki sammála lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu sem telur að banna eigi alla starfsemi glæpagengja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert