Lækkun á kaffi skilar sér illa

Kaffi lækkar ekki hér á landi þó heimsmarkaðsverðið geri það.
Kaffi lækkar ekki hér á landi þó heimsmarkaðsverðið geri það. Morgunblaðið/Ásdís

Verð á kaffi á heimsmarkaði hefur lækkað um 40% á undanförnum 12 mánuðum en verðlækkunin hefur illa skilað sér til neytenda á Íslandi.

Ölgerð Egils Skallagrímssonar er umfangsmikill kaffiinnflytjandi og flytur meðal annars inn Merrild kaffi sem er með um 30% markaðshlutdeild, að sögn Andra Þórs Guðmundssonar, forstjóra Ölgerðarinnar. Hann segir að danski birgirinn hafi hækkað kaffið um 82% frá miðjum júlí 2010, en Ölgerðin hafi tekið stóran hluta hækkunarinnar á sig og ekki velt henni út í verðlagið. Heimsmarkaðsverðið fari upp og niður og þó það hafi lækkað um 40% undanfarna 12 mánuði hafi birgirinn ekki fengist til þess að lækka verðið. „Við höfum reynt að fá birginn okkar til þess að lækka verðið til samræmis við heimsmarkaðslækkunina,“ segir hann og bætir við að Ölgerðin hafi ekki haft erindi sem erfiði til þessa.

Ölgerðin flytur einnig inn fleiri tegundir, m.a. Nescafé, Nestle og Illy. Andri Þór segir að viðkomandi framleiðendur hafi tekið á sig hluta af hækkun heimsmarkaðsverðs og því hafi þessar tegundir hækkað minna. „Við vinnum stöðugt í því að halda verðinu niðri og halda birgjum okkar á tánum,“ segir Andri Þór.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert