Líflegt í Húsavíkurhöfn

Sigurður Kristjánsson grásleppukarl á Von ÞH.
Sigurður Kristjánsson grásleppukarl á Von ÞH. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Það er mun líflegra við Húsavíkurhöfn eftir að grásleppuveiðarnar hófust í síðustu viku og á meðan fréttaritari staldraði við á bryggjunni   á sjöunda tímanum í kvöld komu nokkrir bátar að landi.

Sigurður Kristjánsson rær einn á báti sínum Von ÞH 54. Sigurður var ánægður með aflabrögðin sem og byrjun vertíðar en hún fer vel af stað.

Sigurður var með um 1400 kg af grásleppu í þessum róðri sem gefa af sér hátt í 400 kg af sulli. Þessi afli fékkst í 31 net en Vonin er með 50 net í sjó út með Tjörnesi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert