Fjögur fíkniefnamál í Árnessýslu

Fjögur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á Selfossi um helgina. Við húsleit í Hveragerði fundust um 100 grömm af kannabis auk tveggja plantna sem voru í ræktun.  Tveir menn viðurkenndu að eiga efnin. 

Sagði fíkniefnin vera sykur

Húsleit var gerð á Eyrarbakka og þar fannst hvítt efni sem talið er vera fíkniefni en umráðamaður sagði vera sykur.  Þá fannst smávegis af kannabis hjá ökumanni bifreiðar sem lögregla hafði afskipti af vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. 

Tveir ökumenn voru þessa helgi kærðir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og einn fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á Selfossi.

Þá voru sex ökumenn kærðir fyrir að nota ekki öryggisbelti og 15 kærðir fyrir hraðakstur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert