Húsleitinni ekki lokið enn

Höfuðstöðvar Samherja á Akureyri.
Höfuðstöðvar Samherja á Akureyri. mbl.is

Samkvæmt heimildum mbl.is er húsleit hjá útgerðarfyrirtækinu Samherja ekki lokið en eins og fram hefur komið er hún unnin í samstarfi gjaldeyriseftirlits Seðlabankans og embættis sérstaks saksóknara. Rannsóknin snýr að því hvort Samherji hafi brotið lög um gjaldeyrishöft.

Húsleitin hefur farið fram á fjórum stöðum samkvæmt heimildum mbl.is og þar á meðal höfuðstöðvum fyrirtækisins á Akureyri og skrifstofu þess í Reykjavík. Húsleitinni mun í það minnsta ekki vera lokið ennþá á Akureyri.

Um 25 manns tóku þátt í aðgerðunum í upphafi þegar þær hófust í morgun en þeim fjölgaði síðan nokkuð samkvæmt heimildum mbl.is þegar leið á daginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert