Vilja að forsetinn setji siðareglur

Jóhanna Sigurðardóttir og Ólafur Ragnar Grímsson.
Jóhanna Sigurðardóttir og Ólafur Ragnar Grímsson. mbl.is/Golli

Sjö þingmenn úr stjórnarflokkunum hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að fela forsætisráðherra að undirbúa í samvinnu við embætti forseta Íslands setningu siðareglna fyrir forsetaembættið.

Í greinargerð með tillögunni er rifjað upp að rannsóknarnefnd Alþingis taldi æskilegt að forsetaembættið setti sér siðareglur þar sem meðal annars yrðu ákvæði um það með hvaða hætti er eðlilegt að hann veiti viðskiptalífinu stuðning.

Með tillögunni eru birt bréfaskipti sem gengu á milli forsetaembættisins og forsætisráðherra um þetta mál, en forsætisráðherra spurðist fyrir um hvernig forsetaembættið ætlaði að uppfylla ábendingar rannsóknarnefndar Alþingis um þetta mál. Forsetaembættið taldi þessi afskipti forsætisráðherra byggð á „margháttuðum misskilningi“ sem ekki væri ástæða til að bregðast við.

Eftir að forsætisráðuneytið ítrekaði beiðni sína svaraði forseti Íslands og sagðist telja að í bréfum forsætisráðuneytisins fælist „rakalaus tilraun til íhlutunar í samskipti forsetaembættisins og Alþingis.“

Þingsályktunartillagan

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert