Stefna á hrefnuveiðar seint í apríl

Hrafnreyður við höfn í Hafnarfirði þar sem verið er að …
Hrafnreyður við höfn í Hafnarfirði þar sem verið er að búa skipið undir hrefnuveiðitímabilið sem hefst í næsta mánuði. mbl.is/RAX

„Við erum búnir að sækja um leyfi og við erum að gera bátinn kláran núna. Við stefnum á að fara út í seinni hluta apríl,“ segir Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Hrefnuveiðimanna ehf. sem gerir út hrefnuveiðibátinn Hrafnreyði KÓ-100.

Alls veiddi fyrirtæki Gunnars 53 dýr í fyrra en aðeins var sótt um leyfi fyrir þrjú önnur skip til að veiða hrefnu það ár. Frestur til að sækja um leyfi til hrefnuveiða á árinu 2012 hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu rennur út hinn 4. apríl.

Spurður í Morgunblaðinu í dag um hvað hann búist við að veiða mikið í sumar segist Gunnar búast við að veiða eitthvað meira en síðasta sumar. Heildarkvótinn í ár sé 216 dýr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert