Bílastæði verða 53 þúsund fermetrar

Stærð bygginga Landspítala eftir fyrsta áfanga verður 132 þúsund fermetrar …
Stærð bygginga Landspítala eftir fyrsta áfanga verður 132 þúsund fermetrar sem er 27,4% aukning á rými.

Af 290 þúsund fermetrum sem gert er ráð fyrir að verði á Landspítalalóð samkvæmt nýju deiliskipulagi eru 53 þúsund fermetrar bílastæði sem verð að mestu neðanjarðar.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá verkefnisstjórn um byggingu nýs spítala. Í tilkynningunni er farið yfir helstu stærðir sem felast í tillögu um deiliskipulag sem nú er til umfjöllunar hjá Reykjavíkurborg.

Núverandi byggingar spítalans við Hringbraut eru 56 þúsund fermetrar. Í fyrsta áfanga er áformað að byggja 76 þúsund fermetra á árunum 2013 til 2018.

Stærð bygginga Landspítala eftir fyrsta áfanga verður 132 þúsund fermetrar sem er 27,4% aukning á rými.

Í fyrsta áfanga stækkunar spítalans verður flutt starfsemi úr Fossvogi og fleiri stöðum, alls 44 þúsund fermetrar. Viðbótarbyggingarmagn Landspítala á þessum árum er því áætlað 32 þús. fermetrar.

Heildarbyggingamagn svæðisins samkvæmt deiliskipulagstillögu sem er nú er til umfjöllunar er 290 þúsund fermetrar. Þar af eru bílastæði 53 þúsund fermetrar, en þau verða að stórum hluta neðanjarðar. Þá er heildarbyggingamagn án bílastæða 237 þúsund fermetrar. Byggð á lóðinni sem tilheyra Háskóla Íslands eða annað úthlutað af Reykjavíkurborg eru 48 þúsund fermetrar.

Mögulegt er að byggja í síðari áföngum 56 þúsund fermetra fyrir spítalann. Byggingar Landspítala geta því mest orðið 188 þúsund fermetrar. Nýtingarhlutfall lóðarinnar er 1,6.

Nýr Landspítali hefur engar heimildir til að byggja 290.000 fermetra, en skv. lögum nr. 64/2010 mun Alþingi fjalla um núverandi byggingaráform í fyrsta áfanga, 76.000 fermetra, áður en gengið er til samninga við framkvæmdaraðila með hliðsjón af deiliskipulagi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert