Rafrænar kosningar komnar til að vera í Reykjavík

Reykvíkingar kusu um framkvæmdir.
Reykvíkingar kusu um framkvæmdir. mbl.is/Ómar

„Ég reikna með því að þetta fyrirkomulag sé komið til að vera,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, og vísar til rafrænna íbúakosninga í Reykjavík sem fram fóru dagana 29. mars til 3. apríl en kjörsókn var 8,1%.

Kjósendur auðkenndu sig með veflykli ríkisskattstjóra eða með rafrænum skilríkjum á debetkortum sínum og er þetta í fyrsta sinn sem rafræn auðkenni eru notuð við kosningar hér á landi.

Kosið var um smærri viðhaldsverkefni í hinum ýmsu hverfum höfuðborgarinnar og gátu kjósendur kosið í einu hverfi að eigin vali.

Í Morgunblaðinu í dag kveðst Bjarni nokkuð ánægður með framkvæmd kosninganna og bendir á að svo virðist sem stígandi sé í þátttökunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert