Hart tekist á um kvótann

Það var heitt í kolunum á hádegisverðarfundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga um áhrif fiskveiðifrumvarps ríkisstjórnarinnar fyrr í dag. í pallborðsumræðum tókust þeir Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Adolf Guðmundsson formaður LÍÚ á um frumvarpið þar sem þung orð voru látinn falla.

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, kynnti á fundinum úttekt sem sveitarfélagið lét gera á áhrifum frumvarpsins. Niðurstöðurnar benda til þess að útgerðarfélög á svæðinu þurfi að greiða um 200 milljónir á ári í veiðigjald og að 4-6 sjómönnum yrði sagt upp störfum og 2 til viðbótar í afleiddum störfum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert