Eftirlit með grásleppuveiðum hert

Grásleppa,
Grásleppa,

„Við erum náttúrlega búin að vera að herða á eftirlitinu með netafjölda og meðafla og ætlum að gera enn betur því það virðast vera ákveðin vandamál með meðafla og jafnvel vísbendingar um að hann skili sér ekki í land.

Við ætlum bara að setja aukinn kraft í að taka á þessu núna á meðan grásleppuveiðarnar ganga yfir,“ sagði Eyþór Björnsson fiskistofustjóri um hert eftirlit með grásleppuveiðum.

„Við höfum fengið býsna margar ábendingar um að menn fari frjálslega með netafjöldann og skoðun okkar um daginn leiddi í ljós að menn voru með of mikið af netum, þeir sem við skoðuðum,“ sagði Eyþór aðspurður hvort mikið væri um að menn færu á svig við reglur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert