Mikið af fugli í Grímsey

Frá Grímsey
Frá Grímsey mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

„Hér er allt morandi í fugli, ég hef sjaldan sé jafnmarga fugla og nú í vetur og vor,” segir Gylfi Gunnarsson, útgerðarmaður í Grímsey, en hann segir fuglinn mun fyrr á ferðinni en vant er, og hafi sest upp í bjarginu viku eða allt að 10 dögum fyrr. Þetta kemur fram vef Vikudags.

„Ég sá fyrstu lundana hér í byrjun apríl og bjargið var fullsetið fugli snemma í þessum mánuði.  Þetta er mjög jákvætt og merki um lífríkið er í góðu jafnvægi hér um slóðir þó að fræðingar sjái bara svart,” segir Gylfi.  „Raunar veit ég ekki til að þeir hafi mikið verið hér á ferðinni, þó sáust tveir í fyrrasumar sem eitthvað voru að skoða,” segir Gylfi í samtali við Vikudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert