Ekki óeðlilegt að semja til 40 ára

Grímsstaðir á Fjöllum.
Grímsstaðir á Fjöllum.

„Það er ekkert óeðlilegt að sveitarfélag geri leigusamning á jörð við leigutaka til fjörutíu ára. En það verður að kveða skýrt á í samningi hvað gerist eftir þessi fjörutíu ár varðandi uppbygginguna á staðnum og til hvers hann er að taka landið á leigu.“

Þetta segir Óskar Páll Óskarsson lögfræðingur hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu í Morgunblaðinu í dag, en svo gæti farið að jörðin Grímsstaðir á Fjöllum verði leigð Huang Nubo til fjörutíu ára.

Verið er að skoða hvort sveitarfélög á Norður- og Austurlandi kaupi ríflega 70% hlut í jörðinni og leigi hana til félags í eigu Huangs. „Á ríkisjörðum getur verið lífstíðarábúð ábúenda. Fjörutíu ára leigutími er mjög eðlilegur miðað við að leigutakinn ætlar að byggja staðinn upp,“ segir Óskar.

Huang hyggur á mikla uppbyggingu á Grímsstöðum. Þar sem hann gerir leigusamning gilda ábúðarlög ekki í hans tilfelli. Því þarf að taka skýrt fram í leigusamningnum hvert framhaldið verður eftir fjörutíu ár, hvort leigan verður framlengd eða jarðareigandinn kaupi það sem Huang hefur byggt upp á staðnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert