Aðlögun í felulitum

Unnið er að undirbúningi nýs kortagrunns til samræmis við landbúnaðar- …
Unnið er að undirbúningi nýs kortagrunns til samræmis við landbúnaðar- og styrkjakerfi ESB. mbl.is/Skapti

„Það leynir sér ekki að það er byrjað að undirbúa aðlögun íslensks landbúnaðar að sameiginlegri landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins,“ segir Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, um fyrirhugaða kortagerð vegna aðildarumsóknar Íslands.

Hafinn er undirbúningur að landfræðilegu upplýsingakerfi sem yrði lagt til grundvallar við innleiðingu landbúnaðarstefnunnar, kæmi til aðildar Íslands að sambandinu. „Umrætt rannsóknarverkefni verður lagt fram á fundi samningahóps um landbúnað í utanríkisráðuneytinu á mánudaginn kemur,“ segir Haraldur í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir verkefnið um gerð hins nýja gagnagrunns unnið í samstarfi Landmælinga Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og Landgræðslunnar með svonefndum TAIEX-styrk frá ESB.

„Hér eru á ferð innleiðingarstyrkir ESB. Þeir eru hluti af því sem við í Bændasamtökunum nefnum aðlögun í felulitum, þ.e. undirbúningi aðildar Íslands að sambandinu undir yfirskini einhvers konar rannsókna,“ segir Haraldur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert