Funduðu um lánsveðslán

Fulltrúar Landssamtaka lífeyrissjóða funduðu ásamt stjórnvöldum í dag um mögulega aðkomu lífeyrissjóðanna að 110% leiðinni einkum í tengslum við svokölluð lánsveðslán.

Steingrímur J. Sigfússon sagði í samtali við Ríkisútvarpið í kvöld að það væru vonbrigði að lífeyrissjóðirnir sæju sér ekki fært að ganga til samtarfs um að leysa úr lánsveðsvandanum. Á vef Ríkisútvarpsins er jafnframt greint frá því að Steingrímur hafi vonast eftir því að jákvæðari niðurstaða fengist á fundinum með forsvarsmönnum lífeyrissjóðanna en hann segir það vonbrigði sjóðirnir hafi ekki talið sér fært að ganga til samtrafs um að leysa úr lánsveðsvandanum á grundvelli tillagna þeirra sem stjórnvöld lögðu fram.

„Við erum að athuga hvort það geti ekki rúmast innan laganna að ganga hreinlega til viðskipta þar sem við myndum selja slík lán sem eru að valda erfiðleikum og fengjum þá greiðslu í staðinn með skuldabréfum sem væru þá í ríkisábyrgð,“ sagði Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, í samtali við mbl.is.

Auk Steingríms og Arnars sátu þau Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra, Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra fundinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert