Kannabisræktun stöðvuð í Reykjavík

mbl.is

Nokkur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í gær. Kannabisræktun var stöðvuð á tveimur stöðum í miðborginni en á þeim var einnig lagt hald á lítilræði af marijúana og amfetamíni.

Húsráðendur, karlar á þrítugs- og fimmtugsaldri, hafa báðir áður komið við sögu hjá lögreglu í fíkniefnamálum. Þá var lagt hald á kannabisefni í tveimur öðrum málum í borginni en í þeim hafði lögreglan afskipti af þremur mönnum um tvítugt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert