Metanbílaeigendur í hremmingum

Metanstöðin við Ártúnshöfða í Reykjavík.
Metanstöðin við Ártúnshöfða í Reykjavík. Mbl.is/Ómar Óskarsson

Maður sem lét breyta bíl sínum í metanbíl segir að hann hefði tæplega gert það hefði hann vitað í hvaða hremmingum hann ætti eftir að lenda við að nálgast eldsneytið. Metan er aðeins afgreitt á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu, hjá N1 á Bíldshöfða og í Hafnarfirði. Forstjóri N1 segir að sú staðreynd að fjöldi fólks hafi valið sér orkugjafa sem takmarkað framboð er af sé ekki áhætta sem hvíli á herðum N1.

Gunnar Á. Bjarnason lét breyta bíl sínum um síðustu áramót og kostaði það 900.000 krónur. Hann segist ekki hafa verið upplýstur um hve metan væri af skornum skammti þegar hann lét gera þá breytingu. Gunnar sendi bréf til N1 með afriti til fjölmiðla þar sem hann kvartar undan takmörkuðu framboði á metani og segir aðra metanbílaeigendur sem hann hafi rætt við á dælunni hafa sömu sögu að segja. 

Margir þurfa frá að hverfa

Gunnar segir að iðulega séu langar biðraðir við metan-dælurnar á stöð N1 í Ártúnsbrekku. Ekki nóg með að dælur séu fáar heldur sé þrýstingurinn í kerfinu svo lélegur að bílar fái oft ekki nema hálfa fyllingu og afgreiðslutíminn sé mjög langur. Þetta komi sérstaklega illa við eigendur nýrra tvinnbíla sem hafi mun minni tanka en breyttir bílar. Að sögn Gunnars er ástandið sérstaklega slæmt á föstudögum og öðrum annatímum, þegar margir þurfi að hverfa á braut án fyllingar. 

„Það er mikil synd að svona ræfilslega sé staðið að þjóðþrifamáli eins og metanvæðingu. Og einkennilegt er að hugsa til þess að hið opinbera sé að byggja upp kúnnabasa hjá ykkur með því að niðurgreiða opinber gjöld af metanbílum og breytingum þegar ekki er til staðar afgreiðslugeta á eldsneytinu,“ segir Gunnar í bréfi sínu.

Eftirspurn umfram framleiðslu

Afgreiðslustöð N1 í Ártúnsbrekku var opnuð árið 2008 og kostaði þá yfir 100 milljónir króna í byggingu. „Við höfum einir viljað fjárfesta í búnaði til að selja þetta  gas, aðrir hafa ekki séð í því viðskiptatækifæri vegna kostnaðar og takmarkaðs framboðs,“ segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, í svari við gagnrýni Gunnars.

Ráðist var í fjárfestinguna á Bíldshöfða vegna áætlana um stóraukið magn í sölu á metangasi. Síðan þá hefur aukningin að sögn Hermanns orðið margfalt meiri en Metan ehf, Sorpa og N1 spáðu um í sínum módelum. „[Nú] er svo komið að núverandi framleiðsla á metangasi mun tæpast anna eftirspurn að 12 mánuðum liðnum haldi þessi þróun áfram,“ segir Hermann.

N1 hefur á undanförnum mánuðum fjárfest í hylkjum og öflugri dælu fyrir 50 milljónir til að auka birgðarými og afköst. Einnig liggur fyrir beiðni frá N1 hjá Reykjavíkurborg um að gefa leyfi fyrir nýrri dælu. Hermann bendir hinsvegar á að takmörk séu fyrir getu þess metankerfis sem nú er rekið.

Dreifing metans dýr 

Í lok mars var á Alþingi lögð fram þingsályktunartillaga um niðurfellingu gjalda á vistvænt eldsneyti sem framleitt er innanlands. Þar kemur fram að dreifing metans sé dýr og eigi það bæði við um flutning frá framleiðslustað á sölustað og dælubúnað. „Dreifing með gasleiðslum virðist þó vera hagkvæmasti kosturinn en fjárfesting í upphafi er mikil,“ segir í tillögunni, sem Magnús Orri Schram þingmaður Samfylkingar mælti fyrir.

Í tillögunni segir að mikilvægt sé að styðja við uppbyggingu á dreifikerfi fyrir metan, en að taka verði tillit til takmarkana sem eru á framleiðslu metans. Í dag er metan fyrst og fremst framleitt úr sorphaugunum á Álfsnesi í samstarfi Sorpu og N1 undir nafni Metan hf. Á heimasíðu Metan hf kemur fram að framleiðslugeta á Álfsnesi verði að líkindum fullnýtt í árslok 2012.

Sorp baggað og breytt í metangas
Sorp baggað og breytt í metangas Mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Innlent »

Fyrsta hleðslustöðin komin á Djúpavog

Í gær, 23:43 Rafbílaeigandinn Ólöf Rún Stefánsdóttir vígði í dag tuttugustu hleðslustöð Orku náttúrunnar sem er á Djúpavogi, er hún hlóð bílinn. Meira »

Lára Björg upplýsingafulltrúi stjórnarinnar

Í gær, 22:07 Lára Björg Björnsdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu þar sem hún verður með aðsetur. Meira »

Ók á brunahana og vatn flæddi um allt

Í gær, 21:47 Um klukkan hálfsjö í kvöld var keyrt á brunahana við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði, sem varð til þess að mikið vatn flæddi inn í nærliggjandi byggingu þar sem bílaverkstæðið Kvikkfix er til húsa. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu höfuðborgarsvæðinu var um töluvert mikið vatn að ræða. Meira »

Kirkjan er í miðju hverfisins

Í gær, 20:55 „Tengsl íbúanna hér í Seljahverfi við kirkjuna sína eru sterk. Hér í húsi er lifandi starf alla daga vikunnar og við svo heppin að tengslin hér í hverfinu leyfast og haldast enn góð milli skóla og kirkju og eru öllum mikilvæg,“ segir sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson, sóknarprestur í Seljakirkju. Meira »

Orðið „dómsmorð“ eigi sér langa hefð

Í gær, 20:40 „Samræmist það málvenju að nota orðið dómsmorð þegar mengað hugarástand dómara leiðir til sakfellingar.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð sem lögð var fyrir í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar hæstaréttarlögmanns á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni í héraðsdómi í dag. Meira »

Þýðir ekki að grenja yfir laununum

Í gær, 20:15 Anna María Gunnarsdóttir, nýr varaformaður Kennarasambands Íslands, telur mikilvægt að kennarar vinni að sínum málum í gegnum fagleg málefni í stað þess að grenja endalaust yfir laununum. Slíkt geri virðingarverðar stéttir ekki. Anna María hlaut afgerandi kosningu í embættið. Meira »

Heppin að vinna við áhugamálið

Í gær, 19:37 Henni finnst gaman að finna nýjar áhugaverðar leiðir fyrir fjöruga krakka til að meðtaka námsefni. Hlín Magnúsdóttir er sérkennari í Norðlingaskóla en hún fékk á dögunum Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands. Námsefni hennar er ætlað börnum með greiningar, hegðunarvanda og lestrarerfiðleika. Meira »

Sakamál vegna andláts Ellu Dísar fellt niður

Í gær, 20:11 Héraðssaksóknari hefur ákveðið að fella niður sakamál gegn hjúkrunarfyrirtækinu Sinnum og starfsmanni þess vegna andláts átta ára stúlku, Ellu Dísar Laurens, í umsjón fyrirtækisins að því er greint var frá í kvöldfréttum RÚV. Meira »

Gera alvarlegar athugasemdir við varnarveggi

Í gær, 19:06 Varnarveggir við Miklubraut eru ekki viðurkenndur búnaður og gera þarf úrbætur þar á. Þetta er meðal þeirra athugasemda sem gerðar eru við öryggi vegfarenda við varnarvegginn í nýrri öryggisúttekt Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar. Meira »

Á þriðja hundrað á slysadeild

Í gær, 18:45 Alls komu 157 manns á slysadeild bráðamóttökunnar í Fossvogi til miðnættis í gær, þar af margir vegna hálkuslysa. Það sem af er þessum degi hafa yfir 80 manns komið á slysadeildina. Mikið hefur verið um úlnliðsbrot og ökklabrot og hefur fólk á öllum aldri þurft að láta gera að sárum sínum. Meira »

Falast eftir kortaupplýsingum með greiðsluloforði

Í gær, 18:43 Svindlarar eru sagðir nota nú nafn Símans til að falast eftir greiðslukortaupplýsingum fólks með ósannindum um endurgreiðslu. Í fréttatilkynningu sem Síminn hefur sent frá sér um málið eru þeir viðskiptavinir sem fengið hafa póstinn beðnir um að hafa varann á. Meira »

Lík af karlmanni fannst í Fossvogi

Í gær, 18:41 Lík af karlmanni fannst í Fossvoginum um fjögurleytið í gærdag. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Meira »

Grátandi í flóttamannabúðum í Þýskalandi

Í gær, 17:54 Hjón­in Nasr Mohammed Rahim og Sobo Answ­ar Has­an og 18 mánaða sonur þeirra Leo, sem voru flutt á brott af Íslandi í lok síðasta mánaða dvelja nú í flóttamannabúðum í Þýskalandi þar sem að fjölskyldunni er ekki frjálst að fara eða koma nema með leyfi yfirvalda, þar sem enga síma má hafa og enga nettengingu er að finna. Meira »

Vantar starfsfólk á þriðjung leikskóla

Í gær, 17:10 Í byrjun desember voru 40 af 62 leikskólum í Reykjavík fullmannaðir, en í 22 leikskóla vantar samanlagt rúmlega 30 starfsmenn, í flestum tilfellum í hálfa stöðu. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar, en upplýsingarnar eru fengnar frá stjórnendum í skóla og frístundastarfi borgarinnar. Meira »

Ríkið sýknað í máli Aldísar

Í gær, 15:43 Íslenska ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kæru Aldísar Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fór hún fram á ógildingu á tilfærslu í starfi og bætur vegna þess og eineltis sem hún taldi sig hafa orðið fyrir af hálfu lögreglustjóra. Meira »

Ákvörðun um tilfærslu var tímabundin

Í gær, 17:44 Ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, að flytja Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmann fíkniefnadeildar lögreglunnar, til í starfi tímabundið getur ekki fallið undir að vera stjórnvaldsákvörðun þar sem hún var tímabundin og fól ekki í sér skerðingu á launakjörum eða réttindum. Meira »

Svandís styður átak kvenna í læknastétt

Í gær, 16:49 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra styður aðgerðir kvenna í læknastétt til að uppræta kynbundið áreiti, ofbeldi og mismunun í starfi. Í fréttatilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að ráðherra hvetji konur og karla í heilbrigðisstéttum til að taka höndum saman og uppræta vandan. Meira »

Ísland valið fegursti tökustaðurinn

Í gær, 15:12 Ísland var valið fegursti tökustaðurinn á alþjóðlegu verðlaunahátíðinni International Film Business Awards í byrjun desember. Verðlaunaafhendingin fór fram í tengslum við Indywood Film Carnival sem er ein stærsta sölu- og kynningarhátíð kvikmyndageirans og haldin er á Indlandi. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

A2B Verktakar
Erum með faglærða aðila í öllum iðngreinum, ertu að flytja og vantar iðnarmann ...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 www.byggi...
 
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...