Metanbílaeigendur í hremmingum

Metanstöðin við Ártúnshöfða í Reykjavík.
Metanstöðin við Ártúnshöfða í Reykjavík. Mbl.is/Ómar Óskarsson

Maður sem lét breyta bíl sínum í metanbíl segir að hann hefði tæplega gert það hefði hann vitað í hvaða hremmingum hann ætti eftir að lenda við að nálgast eldsneytið. Metan er aðeins afgreitt á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu, hjá N1 á Bíldshöfða og í Hafnarfirði. Forstjóri N1 segir að sú staðreynd að fjöldi fólks hafi valið sér orkugjafa sem takmarkað framboð er af sé ekki áhætta sem hvíli á herðum N1.

Gunnar Á. Bjarnason lét breyta bíl sínum um síðustu áramót og kostaði það 900.000 krónur. Hann segist ekki hafa verið upplýstur um hve metan væri af skornum skammti þegar hann lét gera þá breytingu. Gunnar sendi bréf til N1 með afriti til fjölmiðla þar sem hann kvartar undan takmörkuðu framboði á metani og segir aðra metanbílaeigendur sem hann hafi rætt við á dælunni hafa sömu sögu að segja. 

Margir þurfa frá að hverfa

Gunnar segir að iðulega séu langar biðraðir við metan-dælurnar á stöð N1 í Ártúnsbrekku. Ekki nóg með að dælur séu fáar heldur sé þrýstingurinn í kerfinu svo lélegur að bílar fái oft ekki nema hálfa fyllingu og afgreiðslutíminn sé mjög langur. Þetta komi sérstaklega illa við eigendur nýrra tvinnbíla sem hafi mun minni tanka en breyttir bílar. Að sögn Gunnars er ástandið sérstaklega slæmt á föstudögum og öðrum annatímum, þegar margir þurfi að hverfa á braut án fyllingar. 

„Það er mikil synd að svona ræfilslega sé staðið að þjóðþrifamáli eins og metanvæðingu. Og einkennilegt er að hugsa til þess að hið opinbera sé að byggja upp kúnnabasa hjá ykkur með því að niðurgreiða opinber gjöld af metanbílum og breytingum þegar ekki er til staðar afgreiðslugeta á eldsneytinu,“ segir Gunnar í bréfi sínu.

Eftirspurn umfram framleiðslu

Afgreiðslustöð N1 í Ártúnsbrekku var opnuð árið 2008 og kostaði þá yfir 100 milljónir króna í byggingu. „Við höfum einir viljað fjárfesta í búnaði til að selja þetta  gas, aðrir hafa ekki séð í því viðskiptatækifæri vegna kostnaðar og takmarkaðs framboðs,“ segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, í svari við gagnrýni Gunnars.

Ráðist var í fjárfestinguna á Bíldshöfða vegna áætlana um stóraukið magn í sölu á metangasi. Síðan þá hefur aukningin að sögn Hermanns orðið margfalt meiri en Metan ehf, Sorpa og N1 spáðu um í sínum módelum. „[Nú] er svo komið að núverandi framleiðsla á metangasi mun tæpast anna eftirspurn að 12 mánuðum liðnum haldi þessi þróun áfram,“ segir Hermann.

N1 hefur á undanförnum mánuðum fjárfest í hylkjum og öflugri dælu fyrir 50 milljónir til að auka birgðarými og afköst. Einnig liggur fyrir beiðni frá N1 hjá Reykjavíkurborg um að gefa leyfi fyrir nýrri dælu. Hermann bendir hinsvegar á að takmörk séu fyrir getu þess metankerfis sem nú er rekið.

Dreifing metans dýr 

Í lok mars var á Alþingi lögð fram þingsályktunartillaga um niðurfellingu gjalda á vistvænt eldsneyti sem framleitt er innanlands. Þar kemur fram að dreifing metans sé dýr og eigi það bæði við um flutning frá framleiðslustað á sölustað og dælubúnað. „Dreifing með gasleiðslum virðist þó vera hagkvæmasti kosturinn en fjárfesting í upphafi er mikil,“ segir í tillögunni, sem Magnús Orri Schram þingmaður Samfylkingar mælti fyrir.

Í tillögunni segir að mikilvægt sé að styðja við uppbyggingu á dreifikerfi fyrir metan, en að taka verði tillit til takmarkana sem eru á framleiðslu metans. Í dag er metan fyrst og fremst framleitt úr sorphaugunum á Álfsnesi í samstarfi Sorpu og N1 undir nafni Metan hf. Á heimasíðu Metan hf kemur fram að framleiðslugeta á Álfsnesi verði að líkindum fullnýtt í árslok 2012.

Sorp baggað og breytt í metangas
Sorp baggað og breytt í metangas Mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Innlent »

Berghlaupið skoðað í þrívídd

12:32 Sprungan sem myndast hefur í Litlahöfða á Fjallabaki er um 155 metra löng og er er flatarmál brotsins um 3.800 fermetrar, eða sem nemur hálfum fótboltavelli. Áætlað rúmmál brotsins er á bilinu 160 til 400 þúsund rúmmetrar, en það fer eftir því við hvaða stærð brotsins er miðað. Meira »

Missteig sig og lagðist niður á graseyju

12:12 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu keyrði ölvaða konu heim í nótt sem hafði lagst til hvílu á graseyju við strætóskýli í Kópavogi. Þá handtók hún tvo menn grunaða um akstur undir áhrifum. Meira »

Stígamót hreinsuð af ásökunum

11:48 Stígamót hafa verið hreinsuð af ásökunum og Guðrún Jónsdóttir, talskona samtakanna, hefur tekið við því hlutverki að nýju. Guðrún steig til hliðar á meðan úttekt var gerð á vinnuumhverfi Stígamóta, eftir yfirlýsingu níu kvenna um neikvæða reynslu sína af starfi samtakanna. Meira »

Vill ryðja brautina

11:30 Svo gæti farið að á Íslandi rísi fyrsta verksmiðja heims sem endurvinnur veiðarfæri til fulls. Bretinn Paul Rendle-Barnes skoðar möguleikann á að reisa verksmiðjuna hérlendis en hann segir Ísland ákjósanlegt land fyrir starfsemi af þessum toga. Meira »

Fanginn labbaði í burtu

11:19 Fanginn sem slapp á Akureyri í gær var laus í rúmar 5 klukkustundir og fannst í kvikmyndahúsi. Þegar hann slapp var hann við garðvinnu við lögreglustöðina og gekk í burtu á meðan fangavörðurinn sem var með honum hafði brugðið sér frá. Meira »

Salan aukist frá fyrri stórmótum

11:10 „Treyjusalan hefur aukist mjög, bæði í aðdraganda mótsins og núna þegar það er farið í gang,“ segir Þorvaldur Ólafsson, eigandi Errea á Íslandi, um treyjusölu í kringum Evrópumót kvenna í knattspyrnu. Meira »

Standa saman í blíðu og stríðu

09:50 Emil Atlason, knattspyrnumaður og bróðir Sifjar Atladóttur, er á leiðinni til Hollands og mun styðja stelpurnar það sem eftir lifir móts. Hann segir mikla spennu ríkja innan fjölskyldunnar fyrir mótinu í sumar. Meira »

Nafn mannsins sem lést í Gullfossi

10:47 Maðurinn sem lést í Gullfossi á miðvikudag og leitað hefur verið að undanfarna tvo daga hét Nika Begades. Hann var 22 ára frá Georgíu, búsettur í Reykjanesbæ og hafði stöðu hælisleitanda hér á landi. Hann var einhleypur og barnlaus. Meira »

Vöknuðu við að húsið lék á reiðiskjálfi

09:13 Sóley Kaldal, sem dvelur nú á grísku eyjunni Rhodos, varð vel vör við jarðskjálftann sem varð úti fyrir ströndum Grikklands í nótt. Jarðskjálftinn mældist 6,7 að styrk og kostaði tvo ferðamenn á eyjunni Kos lífið. Meira »

Sér til sólar á Norðaustur- og Austurlandi

08:31 Hægur vindur verður á landinu í dag, skýjað og þokuloft eða súld fram eftir morgni. Það léttir víða til á Norðaustur- og Austurlandi í dag, en líkur eru þó á stöku síðdegisskúrum. Í öðrum landshlutum er hins vegar talið ólíklegt að sjái til sólar. Meira »

Í toppstandi þrátt fyrir aldur

08:18 „Heyskapurinn gengur mjög vel núna,“ segir Helgi Þór Kárason, bóndi í Skógarhlíð í Reykjahverfi sem er í syðsta hluta Norðurþings, en hann var að dreifa heyi er fréttaritara Morgunblaðsins bar að garði. Meira »

Ingibjörg Sólrún tekin til starfa

08:05 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifaði í gær undir samning til þriggja ára sem framkvæmdastjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE. Stofnunin er lítt þekkt almenningi þar sem hún er meira að beita sér gegn aðildarríkjum en ekki opinberlega. Hún tók formlega við stöðunni í gær. Meira »

Milljónatjón vegna röskunar ferða

07:57 Röskun á ferðum Herjólfs til Landeyjahafnar á háannatíma veldur ferðaþjónustuaðilum í Vestmannaeyjum miklu tjóni.  Meira »

Nemar vilja hlaupa til styrktar HÍ

07:37 Stúdentaráð Háskóla Íslands vinnur að því að hægt verði að hlaupa til styrktar Háskólanum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer 19. ágúst. Þetta staðfestir Ragna Sigurðardóttir, formaður stúdentaráðs. Meira »

„Hér hristist allt og skalf“

06:53 Tveir létust á grísku eyjunni Kos eftir jarðskjálfta af stærðinni 6,7 í nótt sem átti upptök sín í hafinu 16 km austur af eyjunni. Oddný Arnarsdóttir, sem er með fjölskyldunni í fríi á Kos, segir hótelið hafa leikið á reiðiskjálfi, en fjölskyldan eyddi nóttinni á sólbekkjum í sundlaugargarðinum. Meira »

Tíu vilja stýra Jafnréttisstofu

07:46 Tíu sóttu um embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu á Akureyri sem velferðarráðuneytið auglýsti laust til umsóknar 24. júní síðastliðinn. Meira »

Þurfti að stöðva brotahrinu mannsins

06:54 Hæstiréttur staðfesti í gær framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir karlmanni á fimmtugsaldri sem ákærður hefur verið fyrir fjöl­mörg svik á leigu­markaði. Maður­inn aug­lýsti hús­næði til leigu á bland.is en var ekki rétt­mæt­ur eig­andi íbúðanna og hafði þar með fé af fólki sem var í erfiðri aðstöðu vegna ástands á leigumarkaði. Meira »

Þreytt á ótryggum ferðum

05:30 Röskun á ferðum Herjólfs til Landeyjahafnar á háannatíma veldur ferðaþjónustuaðilum í Vestmannaeyjum miklu tjóni.  Meira »
fjórir flottir íslenskir mokka stálstólar til sölu
er með fjóra stálstóla mokka gæða stóla á 8,500 kr stykki sími 869-2798...
Egat Luxe - Ferðanuddstóll á 39.000 Tilvalið í vinnustaðanudd, Borgar stólinn upp á 1 degi
Egat Luxe - Ferðanuddstóll til söluwww.egat.is simi 8626194 egat@egat.is (sv...
Glæsilegt 6-8 manna sumarhús í Hvalfirði
Glæsilegt 6-8 manna sumarhús til leigu í Hvalfirði einungis 55 km frá Reykjavík....
Til sölu,háþrýstidæla
Til sölu Black og Decker háþrýstidæla,65 bör 360l/klst.ónotuð Fullt af aukahlut...
 
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
AÐALFUNDUR Aðalfundur Ísfélags Vestmann...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...