Fimmtán lömb á fjórum árum

Karfa með þremur lömbum sínum af fimm en tvö þeirra …
Karfa með þremur lömbum sínum af fimm en tvö þeirra voru vanin undir aðra á. mbl.is/Daði Lange

Ærin Karfa frá Geiteyjarströnd I í Mývatnssveit er með frjósamari ám landsins en hún bar fimm lömbum nú í vor. Á fjórum árum hefur hún alls borið fimmtán lömbum.

Karfa er fjögurra vetra en sem gemlingur árið 2009 bar hún þremur lömbum að sögn Daða Lange Friðrikssonar en hann sér um féð á Geiteyjarströnd ásamt móðurbróður sínum Héðni Sverrissyni. Árið 2010 bar Karfa svo aftur þremur lömbum, í fyrra urðu þau fjögur og í ár fimm. Með slíka stígandi í frjóseminni er spurning hvort lömbin verði ekki sex að ári?

„Það er aldrei að vita! Ætli þetta sé samt ekki gott í bili,“ segir Daði í Morgunblaðinu í dag.

Karfa kemur af miklum frjósemisættum en móðir hennar var einnig fimmlembd árið 2007. „Systur hennar hafa líka verið marglembdar. Hún er undan hrút sem hét Kaldi og var á sæðingastöð þannig að hún hefur þetta báðum megin,“ segir Daði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert