Mesta ofbeit í yfir tuttugu ár

Andrés Arnalds, fagmálastjóri hjá Landgræðslu ríkisins, segir að beitarhagar fyrir hross séu víða of mikið bitnir. Ástandið nú sé jafnvel verra en fyrir rúmum tuttugu árum þegar land fór víða illa vegna ofbeitar.

„Það eru dæmi um allt frá litlum gjafahólfum upp í heilu jarðirnar sem eru of mikið beittar. Þetta er trúlega mesta ofbeit í hrossahögum í meira en tuttugu ár. Það er að minnsta kosti vitað um 180 tilvik ofbeitar og ljóst er að það liggja mörg þúsund hektarar af landi undir skemmdum vegna þessa. Því er ljóst að ástandið í heildina er óviðunandi,“ segir Andrés.

Hann segir í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag, að vandamálið sé um allt land en Suðurlandið líti þó verst út og hægt sé að sjá tugi jarða sem hafa orðið fyrir ofbeit á milli Hvolsvallar og Selfoss. Frá þjóðveginum milli Selfoss og Hveragerðis megi sjá a.m.k. tíu dæmi ofbeitar

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert