Dregst þingið fram yfir forsetakosningarnar?

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.

Ekki er útilokað að vorþingið dragist fram í júní og að því verði svo frestað undir lok kosningabaráttunnar fyrir forsetakosningarnar 30. júní, þannig að því ljúki ekki fyrr en í júlí. Varaformaður þingflokks Samfylkingar telur þetta gerst ef öll tímamörk bresti.

„Ég geri ráð fyrir að það náist samkomulag um að ljúka störfum þingsins á tilsettum tíma. Eins og staðan er núna skil ég ekki hvað stjórnarandstöðunni gengur til. Hún virðist til í allt. Stjórnarflokkarnir eru að afgreiða stór mál sem á eftir að klára í þinginu.

Ef það á að tala um stjórnarskrána í marga daga í viðbót er ekki útlit fyrir að það takist að ljúka þingstörfum fyrir 31. maí. Það hefur að vísu sýnt sig að það er hægt að gera ýmislegt á lokasprettinum en ég geri ráð fyrir að þingið starfi eitthvað fram í júní.

Svo eru forsetakosningarnar framundan og það er ótilhlýðilegt að vera alveg ofan í þeim með þing og þá þyrfti kannski að fresta þingi. En það er ekki lagt upp með það og á þessu stigi eru þetta aðeins vangaveltur,“ segir Sigríður Ingibjörg.

Framyfir starfsáætlun

Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingar, tekur undir að vorþingið geti dregist á langinn.

„Eins og staðan er núna myndi ég búast við að þetta færi fram yfir starfsáætlun. Það er tilfinningin í dag,“ segir Skúli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert