Störfum í bönkum fækkað um 2.000

Friðbert Traustason. Formaður Sambands íslenskra bankamanna .
Friðbert Traustason. Formaður Sambands íslenskra bankamanna . mbl.is/Þorkell

Störfum hjá fjármálafyrirtækjum hefur fækkað um 2.000 frá því vorið 2008. Útibúum bankanna hefur fækkað um helming á sama tíma. „Þetta hefur verið hreint hörmungarástand,“ segir Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja.

Tilkynning Landsbankans um hagræðingu með fækkun útibúa og starfsfólks er ein af mörgum fréttum af þessu tagi á síðustu árum. Þrátt fyrir lokun útibúa víða um land er bankinn enn með víðfeðmasta útibúanet landsins.

Friðbert segir að starfsmenn fjármálafyrirtækja hafi verið 5.700 þegar störfin voru sem flest en hefðbundin bankastörf eru komin vel niður fyrir 4.000. Ennþá eru starfandi 300-400 manns hjá skilanefndum og slitastjórnum við uppgjör gömlu bankanna. „Þetta eru tímabundin störf og þegar vinnu þessa fólks lýkur verðum við komin niður fyrir þá tölu starfsfólks sem var hér á níunda áratug síðustu aldar,“ segir Friðbert.

Friðbert Traustason segir að útibú bankanna hafi verið 175 þegar þau voru flest en verði komin niður fyrir 90 í byrjun næsta mánaðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert