Aspir valda miklum usla í Breiðholti

Rætur aspartrjáa hafa stíflað skólprör og valdið miklum vandræðum í …
Rætur aspartrjáa hafa stíflað skólprör og valdið miklum vandræðum í Fjarðarseli. mbl.is/RAX

Rætur aspartrjáa hafa valdið miklum usla í Breiðholti síðustu misseri. Asparræturnar hafa stíflað heimæðar skólps og dæmi eru um að skólp komi upp um klósett í nágrenni skemmdra lagna.

Starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur hafa verið iðnir við viðgerðarstörf og hafa þau gengið vel fyrir sig að sögn Eiríks Hjálmarssonar, upplýsingafulltrúa Orkuveitunnar.

Nokkuð hefur verið um að asparrætur valdi usla á höfuðborgarsvæðinu en Eiríkur segir að tilkynningar um slíkar skemmdir berist ekki allar á borð Orkuveitunnar þar sem oftast sé um að ræða heimæðar í eigu húseiganda. Eiríkur svarar því aðspurður í Morgunblaðinu í dag, að slíkum skemmdum fari fjölgandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert