Grindvíkingar munu sigla

Útgerðarmenn og sjómenn í Grindavík munu sigla skipum sínum til …
Útgerðarmenn og sjómenn í Grindavík munu sigla skipum sínum til Reykjavíkur á morgun og taka þar þátt í samstöðufundi á Austurvelli. mbl.is/Árni Sæberg

Skip útgerðarfélagsins Vísis hf. og Þorbjörns hf. í Grindavík munu sigla til Reykjavíkur á samstöðufund á morgun. Þetta staðfestu yfirmenn hjá fyrirtækjunum við mbl.is í morgun. Um er að ræða 5 skip Vísis og 5-6 skip Þorbjörns. Auk þess mun Einhamar Seafood sigla skipi til Reykjavíkur, ef veður leyfir, en flest skip útgerðarinnar eru í Stöðvarfirði þessa dagana.

Í samtali við útgerðarstjóra Þorbjörns kom fram að þeirra skip muni halda til veiða strax að loknum samstöðufundi á Austurvelli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert