100 hjól á uppboði

100 hjól verða boðin upp á árlegu reiðhjólauppboði lögreglunnar. stækka

100 hjól verða boðin upp á árlegu reiðhjólauppboði lögreglunnar. mbl.is/Golli

Rúmlega 100 reiðhjól verða boðin upp hjá óskilamunadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Um að ræða reiðhjól sem hafa fundist í óskilum víða í umdæminu og enginn hefur hirt um að sækja. 

Samkvæmt upplýsingum af vef lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru tilkynningar um stolin reiðhjól tæplega 650 talsins á síðasta ári. Aðeins hluti hjólanna berst til óskilamunadeildarinnar og óljóst hvað verður um meirihluta þeirra. Algengt er að hjól berist til deildarinnar mörgum mánuðum eftir að þeim var stolið. Þannig nægir eigendum sjaldnast að að koma til lögreglu strax eftir þjófnaðinn, heldur verður að sýna þrautseigju og vitja þeirra reglulega í vikur og mánuði eftir að hjólinu var stolið.

Lögreglan vill að gefnu tilefni benda lesendum á mikilvægi þess að geyma reiðhjól á eins öruggum stað og unnt er og alls ekki skilja þau eftir ólæst. Ef illa fer, og hjóli er stolið, getur komið sér vel ef eigandinn hefur raðnúmer (stellnúmer) þess tiltækt. Það auðveldar lögreglu að koma því til skila ef það á annað borð kemur í óskilamunadeild hennar.

Uppboðið fer fram í húsnæði Vöku í Skútuvogi 8 í Reykjavík og hefst það kl. 13.

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Innlent »

Hlýrra en í fyrra

06:58 Það var mjög kalt fyrstu tvo daga apríl mánaðar og sömuleiðis í síðustu vikunni í apríl. Mun kaldara var í apríl 2013 heldur en nú, segir í yfirliti Veðurstofu Íslands yfir tíðarfar í aprílmánuði. Meira »

Reyndi að stela dekkjum

06:15 Lögreglumenn á eftirlitsferð um Höfðahverfi komu að manni á fjórða tímanum í nótt vera að taka dekk undan bifreið skammt frá bifreiðaumboði. Meira »

Vakti fólk með látum

06:13 Skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt var tilkynnt um konu reyna að komast inn í bílskúr við hús í vesturbænum.  Meira »

Myndasmiðir fjarlægja bólur og sár

05:30 Nokkuð er um að bólur og sár séu fjarlægð af skólamyndum af grunnskólabörnum með hjálp ljósmyndaforritsins Photoshop.   Meira »

Hættir við lækkun útvarpsgjalds

05:30 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur kynnt þingflokki Sjálfstæðisflokksins þau áform sín að hætta við frekari lækkun útvarpsgjalds fyrir árið 2016. Meira »

Kortleggja einstaklinga og hagsmunatengsl

05:30 Fulltrúar kröfuhafa föllnu bankanna hafa á undanförnum misserum kortlagt einstaklinga á Íslandi sem tengjast afnámi hafta og eru gögnin notuð til að hafa áhrif á viðkomandi ef ástæða þykir. Meira »

Þriðja vindorkuverið í Rangárþingi ytra?

05:30 Sveitarfélagið Rangárþing ytra undirritaði nýverið viljayfirlýsingu með fulltrúa þýska orkufyrirtækisins EAB New Energy um samstarf á sviði vindorkunýtingar. Meira »

Fjórir bátar í vandræðum í gær

05:30 Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslu Íslands biluðu tveir bátar er þeir voru við strandveiðar í gær.  Meira »

Stökkpallur fyrir fuglaflensusmit

05:30 „Eitt af því merkilega sem við komumst að er að við fundum í fuglum bæði veirur sem eru upprunnar í Evrasíu og Ameríku og svo blöndur af veirum frá báðum heimssvæðum.“ Meira »

Fleiri ótímabær andlát

05:30 „Hjarta- og æðasjúkdómar fara ekki í verkfall, þeir halda áfram fram í rauðan dauðann,“ segir Sveinn Guðmundsson, varaformaður Hjartaheilla, landssamtaka hjartasjúklinga, um áhrif verkfalls BHM á spítölum. Meira »

Bústaðurinn og gróðurinn sluppu

Í gær, 23:00 Brunavarnir Árnessýslu hafa lokið störfum sínum við sumarhús á Þingvöllum en tilkynnt var um eld í skúr við bústaðinn um klukkan 21 í kvöld. „Skúrinn skemmdist töluvert en ekki sumarbústaðurinn sjálfur og ekki gróðurinn,“ segir Kristján Einarsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Meira »

Lítill vindur en stórar öldur

Í gær, 22:25 Brimbretti er ört vaxandi íþrótt hér á landi. Um 100 manns læra að standa ískalda ölduna á hverju ári og sífellt fjölgar í hópnum sem stundar þessa íþrótt. Stór nöfn utan úr heimi hafa komið hingað til lands til að prófa kalda Atlantshafsölduna - þökk sé Jägermeister meðal annars. Meira »

Evrópustofu hugsanlega lokað

Í gær, 21:54 Evrópusambandið hefur engin áform um að bjóða út rekstur Evrópustofu á nýjan leik en núverandi samningur um rekstur hennar rennur út í lok ágúst á þessu ári. Þetta kemur fram í svari frá stækkunardeild sambandsins við fyrirspurn mbl.is. Meira »

Eldur í sumarhúsi við Þingvelli

Í gær, 21:50 Eldur kviknaði í skúr við sumarbústað við Þingvelli á níunda tímanum í kvöld. Fjölmennt lið slökkviliðsmanna fór strax á staðinn og búið er að ná tökum á eldinum. Engan hefur sakað og svo virðist sem að tjón hafi orðið minna en menn óttuðust í fyrstu. Meira »

Gæslan bjargar 328 flóttamönnum

Í gær, 21:00 Áhöfn varðskipsins Týs bjargaði í dag og kvöld 328 flóttamönnum af tveimur bátum norður af Líbíu. Um var að ræða 236 manns á trébát og hinsvegar 92 á litlum gúmmíbát. Meira »

„Það má ekkert út af bregða“

Í gær, 21:50 „Maður fær stundum í magann þegar maður sér hvað litlu má muna,“ segir Jón Björg­vins­son, frétta­rit­ari og ljós­mynd­ari, en hann og son­ur hans, Daní­el Jóns­son, raf­magns­verk­fræðing­ur, taka nú þátt í vinnu við fyrsta flugið um­hverf­is jörðina á flug­vél sem geng­ur fyr­ir sól­ar­orku. Meira »

Mjög ánægjulegt að hitta Íslendinga

Í gær, 21:18 „Ég hafði ekki komið til Íslands áður og ég er gríðarlega ánægður með að vera hér,“ segir Robert C. Barber, nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, í samtali við mbl.is en hann kom til landsins í lok janúar og hóf formlega störf sem sendiherra. Meira »

Stórt skarð í stígnum

Í gær, 20:55 „Ég var þarna með hóp og þegar við löbbuðum þarna fram sé ég að það var stórt skarð í stígnum,“ segir leiðsögumaðurinn Aron Reynisson í samtali við mbl.is en hann náði mögnuðum myndum við Dyrahólaey í dag. Á þeim má sjá hvernig stórt stykki hefur fallið úr göngustígnum við brúnina. Meira »
STURTUVAGN - FLATVAGN - SLISKJUR
Burðargeta 3 tonn, sturtar á 3 hliðar. Ný sending á leiðinni. Mex ehf. Sími 567 ...
INNRÖMMUN 20% AFSLÁTTUR Í MAÍ
Tilbúin karton og rammar. Lokað 5. og 8. maí. Rammamiðstöðin, Síðumúla 34. Sími...
Vantar þig íbúð með húsgögnum!
Skammtímaleiga, góð 2 herbergja íbúð með svölum á 2. hæð við Bergstaðastræti. H...
VW EUROVAN HÚSBÍLL árg 2001 til sölu fínn í húsbílaleigu
Akstur 46 þ.mílur Nýskráður 6/2006 Sjálfskipting 6 cyl Bensín 2792 cc 5 manna, f...
 
Útboð hornafjörður
Tilboð - útboð
Útboð Hornafjörður, vi...
15874 tilboð
Til sölu
Tilboð óskast í f...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naud...
Sendiráð kanada: administrative and consular assistant
Skrifstofustörf
The Embassy of Canada in Reykjavík is l...