Evrukreppan gæti lengt höftin

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon mbl.is/Golli

Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að þó svo Ísland sé í merkilega miklu skjóli gagnvart efnahagsvanda evrusvæðisins geti kreppan í Evrópu haft áhrif á viðskiptakjör á íslenskan útflutning og kalli á mat á framvindu áætlunar um afnám gjaldeyrishaftanna.

„Gjaldeyrishöftin koma í veg fyrir hættuna á áhlaupi á gjaldmiðilinn og fjármagnsflótta úr landi. Bankakerfið okkar er líka fjármagnað að mestu innanlands enn sem komið er og ríkissjóður er vel fjármagnaður en í tvígang höfum við lengt í fjármögnun hans. Kreppan getur þó haft áhrif á viðskiptakjör útflutningsfyrirtækja. Þá er ljóst að það þarf að vega og meta framvindu áætlunar um afnám hafta vegna ástandsins í  Evrópu,“ segir Steingrímur.

Þrátt fyrir að vandamál evrusvæðisins hafi ekki bein áhrif á aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið segir Steingrímur að hann áskilji sér að sjálfsögðu rétt til að skoða hver niðurstaðan verði í Evrópu og hvernig Evrópusambandið verði eftir nokkur misseri en mikið er talað um meiri samræmingu innan sambandsins vegna kreppunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert