Höft þrengja að sjóðunum

Verðlækkun á fiski vegna evrukreppunar getur komið niður á lífeyrissjóðunum.
Verðlækkun á fiski vegna evrukreppunar getur komið niður á lífeyrissjóðunum. mbl.is/RAX

„Auðvitað er það áhyggjuefni að ganga í gegnum nokkur ár þar sem ávöxtunin er undir meðallagi,“ segir Arnar Sigurmundsson, formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða, í tilefni þess að ávöxtun sjóðanna var 2,4% í fyrra og 2,6% árið 2010 eða nokkuð undir viðmiði um 3,5% raunávöxtun lífeyrissjóða.

„Höftin hafa fyrst og fremst þau áhrif að fjárfestingarkostir okkar eru mun minni og við þurfum að fjárfesta miklu meira innanlands en við vildum. Það þýðir auðvitað að ávöxtunarkrafa á ríkisskuldabréf hefur farið lækkandi sem aftur þýðir að það fást lægri vextir af skuldabréfunum sem við erum að kaupa.“

Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að fyrir utan höftin geti verðlækkun á fiski og samdráttur í ferðaþjónustu vegna evrukreppunnar komið niður á hagkerfinu og þar með sjóðunum. Lakari ávöxtun kalli á aðgerðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert