Myndin er af aflögðum slóða

Erlendur ökumaður pikkfastur á Klausturselsleið í fyrrasumar.
Erlendur ökumaður pikkfastur á Klausturselsleið í fyrrasumar. mbl.is/Skarphéðinn

„Bæði bændur og leiðsögumenn með hreindýraveiðum hafa leitað allra leiða til að draga úr utanvegaakstri,“ segir Aðalsteinn Jónsson, bóndi og leiðsögumaður með hreindýraveiðum, í Klausturseli á Jökuldal, í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir að fréttaflutningur af landskemmdum á heiðum og hálendi Austurlands vegna meints utanvegaaksturs veiðimanna hefði verið fullur af rangfærslum.

Morgunblaðið hefur birt myndir af miklum landspjöllum af völdum bíla við byggðalínuna á Fljótsdalsheiði. Slóðin liggur frá Klausturseli og yfir í Fljótsdal.

Aðalsteinn sagði að ljósmynd Skarphéðins G. Þórissonar, af útlendum trukki úti í mýri, væri af vegslóða sem búið væri að afleggja. Hann sagði að slóðinn hefði verið lagður í kringum árin 1967-68. Þegar byggðalínan var lögð yfir heiðina var ekki gerður nýr vegur meðfram henni heldur var farið inn á þennan gamla slóða með alla umferð sem tengdist uppsetningu og viðhaldi línunnar. Aðalsteinn taldi því ómaklegt að ráðast gegn hreindýraveiðimönnum og leiðsögumönnum þeirra vegna ástands slóðans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert