Bíll sprengdur í Kópavogi

Sprengja, sem komið hafði verið fyrir undir bíl í Kópavogi í nótt, sprakk með þeim afleiðingum að bíllinn stórskemmdist og rúða brotnaði í nálægu húsi, samkvæmt heimildum mbl.is. Sprengjan var það öflug að hávaðinn heyrðist víða. Íbúi í Fossvogi segist hafa vaknað um fimmleytið í nótt við mikinn hvell. Annað vitni segir að sprengingin hafi heyrst um allan Kópavog.

Mikið lið lögreglumanna kom á vettvang og auk þess voru sprengisérfræðingar frá Landhelgisgæslunni kallaðir til. Málið er í rannsókn en ekki er vitað um hvers konar sprengju var að ræða. Lögreglan tók bílinn í sína umsjá og í framhaldinu mun fara fram ítarleg rannsókn á honum til þess að reyna að komast að því hverskonar sprengiefni var notað við verknaðinn. Ekki er hægt að útiloka að um öflugan flugeld hafi verið að ræða.

Frétt mbl.is: Vöknuðu við sprenginguna

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert