Gætum þurft að endurmeta stöðuna

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. Ómar Óskarsson

Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra og formaður Vinstri grænna, útilokar ekki að Íslendingar þurfi að spyrja sig hvort forsendubreytingar hafi orðið á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. Steingrímur var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

„Auðvitað hljótum við að fylgjast grannt með því hvernig Evrópu tekst að leysa úr sínum málum og hvers konar Evrópusamband rís þá upp úr þessum sviptingum,“ sagði Steingrímur og bætti við að ef þróun sambandsins leiddi til stóraukins samruna, með aukinni miðstýringu, hlyti Ísland að þurfa að leggja sjálfstætt og nýtt mat á það.

Steingrímur J. sagði jafnframt í þættinum: „Við þurfum allavega að setjast niður og ráða ráðum okkar. Og spyrja okkur þeirrar spurningar: Eru orðnar þær grundvallar forsendubreytingar á þessu máli öllu að við þurfum að endurmeta stöðuna?“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert