Þór Saari: Kominn tími á kosningar

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar.
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. mbl.is/Ómar

„Þingið kemur aftur til starfa 11. september og með sama áframhaldi verður allt orðið stopp hér 12. september. Það er tilhugsun sem mér hugnast ekki. Það er því rétt að boða til kosninga,“ segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. Hann segir þingmenn upplifa niðurlægingu eftir þrátefli síðustu vikna.

„Þingmenn eru fengnir því að þinginu skuli vera að ljúka eftir þriggja vikna niðurlægingartímabil þar sem lýðræðið hefur ekki náð fram að ganga. Menn hafa verið hér í eintómum átökum og leiðindum. Lýðræðið hefur ekki náð fram að ganga vegna þess að minnihlutinn hefur stöðvað öll mál og misnotað, að mér finnst gróflega, þingsköpin í þeim efnum,“ segir Þór en þingið átti að ljúka störfum 31. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert