Töpuðu 267,2 milljörðum króna

Ríkinu var gert að greiða Landsbankanum mismuninn milli sölu- og ...
Ríkinu var gert að greiða Landsbankanum mismuninn milli sölu- og raunvirði Sparisjóðsins í Keflavík mbl.is/Víkurfréttir

Seðlabankinn og ríkissjóður töpuðu 267,2 milljörðum króna á lánum til íslenskra banka við hrunið, en lánin hafa síðan verið afskrifuð. Tapið olli Seðlabankanum sem kunnugt er gríðarlegu tjóni.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar, en þar er fjallað um fyrirgreiðslu ríkisins við fjármálafyrirtæki og stofnanir í kjölfar bankahrunsins. Skýrslan var unnin að beiðni forsætisnefndar Alþingis, að frumkvæði Birkis Jóns Jónssonar alþingismanns.

Í skýrslunni kemur enn fremur fram að ríkið lagði nýju bönkunum, Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankanum samtals til 138,2 milljarða króna hlutafé. Að auki veitti ríkið þeim víkjandi lán upp á samtals 57,3 milljarða króna.
Á móti lánunum standa kröfur í þrotabú banka og fjármálafyrirtækja auk ýmissa annarra krafna. Að mati Ríkisendurskoðunar er of snemmt að meta hve mikið af þeim mun að lokum endurheimtast.

Ríkið er bakábyrgt fyrir 96,7 milljarða króna innlánsskuldbindingum, sem Fjármálaeftirlitið fól Arion banka að taka yfir af SPRON, sem þá var kominn í þrot.

Sama ár fól FME Íslandsbanka að taka yfir innlánsskuldbindingar Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka hf. þegar sá síðarnefndi féll. Ríkið var upphaflega bakábyrgt vegna þessa en sú ábyrgð er ekki lengur fyrir hendi.

Kötturinn í sekknum

Ríkið tapaði 135 milljónum króna við sölu Byrs hf. til Íslandsbanka.

Sama ár stofnaði ríkið sparisjóðinn SpKef sem keypti eignir Sparisjóðsins í Keflavík og tók yfir hluta af skuldum hans samkvæmt ákvörðun FME. Eftir að í ljós kom að virði eignanna var minna en upphaflega var áætlað samdi ríkið, að tilhlutan FME, við nýja Landsbankann um yfirtöku þeirra og skuldanna. Skyldi ríkið greiða bankanum mismuninn þarna á milli. Nýlegt eignamat leiddi í ljós að heildarkostnaður ríkisins vegna Sparisjóðsins í Keflavík nemur 25 milljörðum króna. 

Ríkið lagði einnig stofnfé í fimm minni sparisjóði á árinu 2010 og nam verðmæti eignarhluta ríkisins í þeim rúmlega 1,7 milljörðum króna í árslok 2011.

Ríkissjóður telur kröfur upp á 52 milljarða gagnvart VBS fjárfestingabanka hf., Aska Capital hf. og Saga Capital hf. vera tapaðar, en öll þessi félög hafa verið tekin til slitameðferðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tveir ökumenn undir áhrifum í nótt

06:12 Tveir ökumenn voru stöðvaðir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Blóðsýni var tekið úr þeim báðum og þeim sleppt að henni lokinni. Báðir ökumennirnir voru teknir í nágrenni miðbæjarins. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Meira »

Boða fund að loknu sumarleyfi

05:30 Skrifstofa borgarstjórans í Reykjavík hefur sent Morgunblaðinu athugasemd vegna fréttar á forsíðu blaðsins í gær. Í umræddri frétt var fjallað um gagnrýni Samtaka iðnaðarins á störf byggingarfulltrúans í Reykjavík. Meira »

Lundaralli frestað vegna bilunar

05:30 Ekki tókst að ljúka lundaralli II þar sem holumyndavél bilaði að sögn Ingvars Atla Sigurðssonar, forstöðumanns Náttúrustofu Suðurlands. Hann segir að hin myndavélin sem notuð er hafi bilað í fyrra rallinu. Meira »

Unnið ítarlega að breytingum

05:30 Nákvæmra áætlana varðandi breytingar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar úttektar á vegum Embættis landlæknis á stofnuninni er að vænta ágúst eða september, segir Halldór Jónsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Meira »

Sorptunnur yfirfullar í Þorlákshöfn

05:30 Töluverð óánægja er með nýtt fyrirkomulag sorphirðu í Þorlákshöfn. Í umræðuhópi íbúa á Facebook hafa margir lýst því að sorptunnur þeirra séu yfirfullar og illa lyktandi. Meira »

Meðalmálsmeðferðartími mun styttri

05:30 Meðalmálsmeðferðartími kærunefndar útlendingamála vegna kæra einstaklinga sem fengið höfðu synjun um alþjóðlega vernd hér á landi styttist verulega á milli áranna 2015 og 2016. Meira »

Grænlita Grafarlæk

05:30 Enn hefur ekki tekist að finna hvaðan olían í Grafarlæk kemur, en um hádegisbil í dag verður litarefni sett í lagnirnar hjá Veitum til að rekja mögulegar leiðir mengunarinnar. Meira »

Borgin fimm ár að afgreiða mál

05:30 Jón Ólafur Ólafsson arkitekt segir byggingarfulltrúa í Reykjavík hafa verið fimm ár að afgreiða umsókn. Vegna þessara tafa hafi milljónir tapast. Meira »

Ítrekað brotið á leiðsögumönnum

05:30 Leiðsögn - félag leiðsögumanna hefur nú ítrekað kröfur sínar til launagreiðenda leiðsögumanna um skyldur til að greiða leiðsögumönnum að lágmarki laun samkvæmt kjarasamningi ásamt iðgjöldum til sjóða félagsins. Meira »

Harður árekstur á Grensásvegi

Í gær, 23:38 Harður árekstur varð nú á tólfta tímanum á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar þar sem að tveir bílar skullu saman.  Meira »

Fótbrotnaði í mótorkrossbraut

Í gær, 23:27 Maður slasaðist á mótorkrosshjóli í Bolaöldu rétt fyrir átta í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Selfossi þá var maðurinn á ferð á mótorkrossbraut sem er á svæðinu þegar hann datt og fótbrotnaði. Meira »

Eldur logaði í stút gaskúts

Í gær, 22:39 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að húsi í Kópavoginum um áttaleytið í kvöld, eftir að eldur kviknaði á stút gaskúts undir gasgrilli þar sem verið var að grilla. Meira »

Fékk áfall undir stýri og ók út af

Í gær, 22:25 Umferðaróhapp varð á Fjarðarheiði á Austfjörðum í dag þegar eldri maður keyrði útaf veginum. Vegfarendur sem komu að manninum látnum hófu strax endurlífgunartilraunir og hringdu á lögreglu. Meira »

Almenningur fær að tjá sig um fjársjóðsleitina

Í gær, 21:10 Almenningur mun geta tjáð sig um starfsleyfisumsókn bresku fjársjóðsleitarmannanna að sögn forstjóra Umhverfisstofnunnar. Umsóknin hafi verið send til umsagnar og muni svo fara í hefðbundið ferli. Meira »

Þyrlan sótti veikan sjómann

Í gær, 20:32 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann í dag á fiskiskipi við strendur Norðurlands. Samkvæmt upplýsingum frá gæslunni fór þyrlan í loftið um fimmleytið og lenti þremur klukkutímum síðar, um áttaleytið, við Borgarspítala. Meira »

Varðhald framlengt til 18. ágúst

Í gær, 21:57 Hæstirétt­ur staðfesti í dag úr­sk­urð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður, sem grunaður er um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana í Mosfellsdal í síðasta mánuði, sæti áfram­hald­andi fjög­urra vikna gæslu­v­arðhaldi. Meira »

Lengi að telja 31 unga á sundi

Í gær, 20:58 „Ég var lengi að telja þá alla því þeir voru alltaf að fara í kaf. Þetta var alveg glæsilegt,“ segir Sigurjón Guðmundsson áhugaljósmyndari sem tók í gær mynd af toppönd með hvorki meira né minna en 31 unga á sundi á Skorradalsvatni í Skorradal. Meira »

Býr til líkjör úr íslenskri mjólk

Í gær, 20:30 „Ég er bara búinn að vera að dunda mér við þetta í eldhúsinu heima,“ segir Pétur Pétursson, en hann hefur verið að þróa íslenskan mjólkurlíkjör sem unninn er úr rjómablandi og alkóhóli úr mysu. Meira »
Hársnyrtistóll með pumpu
Góður og þægilegur hársnyrtistóll auðvelt að skipta um áklæði. Verðhugmynd 15-20...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...