Töpuðu 267,2 milljörðum króna

Ríkinu var gert að greiða Landsbankanum mismuninn milli sölu- og ...
Ríkinu var gert að greiða Landsbankanum mismuninn milli sölu- og raunvirði Sparisjóðsins í Keflavík mbl.is/Víkurfréttir

Seðlabankinn og ríkissjóður töpuðu 267,2 milljörðum króna á lánum til íslenskra banka við hrunið, en lánin hafa síðan verið afskrifuð. Tapið olli Seðlabankanum sem kunnugt er gríðarlegu tjóni.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar, en þar er fjallað um fyrirgreiðslu ríkisins við fjármálafyrirtæki og stofnanir í kjölfar bankahrunsins. Skýrslan var unnin að beiðni forsætisnefndar Alþingis, að frumkvæði Birkis Jóns Jónssonar alþingismanns.

Í skýrslunni kemur enn fremur fram að ríkið lagði nýju bönkunum, Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankanum samtals til 138,2 milljarða króna hlutafé. Að auki veitti ríkið þeim víkjandi lán upp á samtals 57,3 milljarða króna.
Á móti lánunum standa kröfur í þrotabú banka og fjármálafyrirtækja auk ýmissa annarra krafna. Að mati Ríkisendurskoðunar er of snemmt að meta hve mikið af þeim mun að lokum endurheimtast.

Ríkið er bakábyrgt fyrir 96,7 milljarða króna innlánsskuldbindingum, sem Fjármálaeftirlitið fól Arion banka að taka yfir af SPRON, sem þá var kominn í þrot.

Sama ár fól FME Íslandsbanka að taka yfir innlánsskuldbindingar Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka hf. þegar sá síðarnefndi féll. Ríkið var upphaflega bakábyrgt vegna þessa en sú ábyrgð er ekki lengur fyrir hendi.

Kötturinn í sekknum

Ríkið tapaði 135 milljónum króna við sölu Byrs hf. til Íslandsbanka.

Sama ár stofnaði ríkið sparisjóðinn SpKef sem keypti eignir Sparisjóðsins í Keflavík og tók yfir hluta af skuldum hans samkvæmt ákvörðun FME. Eftir að í ljós kom að virði eignanna var minna en upphaflega var áætlað samdi ríkið, að tilhlutan FME, við nýja Landsbankann um yfirtöku þeirra og skuldanna. Skyldi ríkið greiða bankanum mismuninn þarna á milli. Nýlegt eignamat leiddi í ljós að heildarkostnaður ríkisins vegna Sparisjóðsins í Keflavík nemur 25 milljörðum króna. 

Ríkið lagði einnig stofnfé í fimm minni sparisjóði á árinu 2010 og nam verðmæti eignarhluta ríkisins í þeim rúmlega 1,7 milljörðum króna í árslok 2011.

Ríkissjóður telur kröfur upp á 52 milljarða gagnvart VBS fjárfestingabanka hf., Aska Capital hf. og Saga Capital hf. vera tapaðar, en öll þessi félög hafa verið tekin til slitameðferðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Eina vitið að ljúka þingi sem fyrst

16:14 „Þetta samtal er aðeins að þróast. Við erum undir góðri stjórn forseta þingsins að reyna að afmarka örfá mál sem við myndum funda um á þinginu,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra að loknum fundi flokksformanna með forseta Alþingis. Meira »

„Við þurfum að standa okkur betur“

16:10 „Þetta er ekki gott. Það verður eitthvað að gera í þessu, þetta má ekki ganga svona,“ segir sóttvarnarlæknir. Í skýrslu um þátttöku í almennum bólusetningum á Íslandi á árinu 2016 kemur í ljós að þátttaka í bólusetningum við 12 mánaða og 4 ára aldur hefur dregist saman milli ára. Meira »

Þingfundur er ólíklegur í vikunni

15:31 Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, segir að samtali milli flokksformanna og forseta Alþingis verði haldið áfram. Unnur er bjartsýn á að hægt sé að ná samstöðu um einhvern mál en ólíklegt þykir að þingfundur verði boðaður í þessari viku. Meira »

Byggðastofnun hefði mátt vanda betur til verka

15:13 Atvinnu- og menningarráð Vesturbyggðar lýsir ánægju sinni með niðurstöðu starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi fyrir sunnanverða Vestfirði. Meira »

„Nei, það var engin niðurstaða“

15:07 Engin niðurstaða varð á nýafstöðnum fundi formanna flokka sem eiga sæti á Alþingi um hvernig hægt verði að ljúka þingstörfum fyrir kosningar. Formennirnir funduðu með forseta Alþingis í þinghúsinu og stóð fundurinn í einn og hálfan tíma. Ekki náðist samstaða um þau mál sem talið er einna brýnast að ljúka. Meira »

Voru reikulir eins og eftir árekstur

14:47 „Sé flett er hálft ár aftur í sögubókunum þá var mín afstaða þá skýr. Ég taldi að það væri nánast bara handavinnan eftir og það væri frekar auðvelt að koma þessu flokkum saman. Ég hef svo sem ekkert breytt um skoðun á því,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við mbl.is. Meira »

Óviðunandi þátttaka í bólusetningum

14:36 Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi á árinu 2016 var svipuð og árið 2015, nema við 12 mánaða og 4 ára aldur þar sem hún var töluvert lakari á árinu 2016. Líkur eru á að innköllunarkerfi heilsugæslunnar sé ófullnægjandi fyrir börn á þessum aldri. Ef þátttaka minnkar enn frekar má búast við að hér á landi fari að sjást sjúkdómar sem ekki hafa sést um árabil. Meira »

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst í dag

14:45 Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar mun hefjast hjá sýslumönnum og utanríkisþjónustunni í dag eða svo fljótt sem kostur er, í samræmi við XII. kafla laga um kosningar til Alþingis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu. Meira »

WOW air býður upp á hádegisflug

14:06 Flugfélagið WOW air hefur ákveðið að nýta dauða tímann sem myndast í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í hádeginu með því að hefja daglegar áætlunarferðir til nokkurra borga í Evrópu í vor. Meira »

Óvissa eitur í beinum fjárfesta

14:01 Fjármálaráðherra segir það alvarlegt mál að ef erlendir aðilar dragi tímabundið úr fjárfestingu hérlendis vegna þeirrar óvissu sem ríkir um stjórn efnahagsmála. „Það sem er eitur í þeirra beinum er óvissa,” segir Benedikt Jóhannesson. Meira »

Vatnaskemmdir í Berufirði

13:59 Vegna vatnavaxta hefur vegur skemmst við bæinn Núp í norðanverðum Berufirði og er þar nú aðeins fært á litlum bílum. Ökumönnum stærri bíla er bent á að fara veginn um Öxi. Meira »

Páll hættur hjá Hæstarétti Íslands

13:39 Páli Hreinssyni var veitt lausn frá embætti dómara við Hæstarétt Íslands síðastliðinn föstudag. Þetta kemur fram á vefsíðu Hæstaréttar. Meira »

Óljóst hvort niðurstaða fáist á fundinum

13:05 Formenn allra þingflokka sem eiga sæti á Alþingi funda nú með forseta Alþingis um með hvaða hætti verður hægt að ljúka störfum fyrir kosningar. Tilgangur fundarins er að reyna að ná sameiginlegri niðurstöðu um einhver mál eða gera málamiðlanir. Meira »

Harður árekstur á Hringbraut

12:23 Tveir hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir harðan árekstur fimm bíla á mótum Hringbrautar og Njarðargötu.   Meira »

Flestir vilja VG í næstu stjórn

12:12 Meirihluti aðspurðra í nýrri skoðanakönnun Gallups vill sjá Vinstrihreyfinguna - grænt framboð í þeirri ríkisstjórn sem tekur við völdum að loknum þingkosningunum 28. október í einni mynd eða annarri eða 57%. Meira »

„Þetta er hrein snilld“

12:31 „Aflabrögðin hafa verið góð og það er ekkert upp á þau að kvarta. Við erum smám saman að læra á nýtt skip og nýjan búnað og hver veiðiferð fer í reynslubankann og færir okkur nær því takmarki að tileinka okkur alla þessa nýju tækni.“ Meira »

Líst mjög vel á tillögu Bjarna

12:15 Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra er hrifinn af tillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um að stjórnarskráin verði endurskoðuð í áföngum á næstu þremur kjörtímabilum. Meira »

Hægt að sækja um vegabréf í 10 löndum

12:03 Íslendingar geta núa sótt um vegabréf í sendiráði Íslands í París, Tókýó og aðalræðisskrifstofunni í New York. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Meira »
Refapels, síður.
Til sölu ónotaður síður Liz Clayborne refapels, í stærð sem sennilega er Large,...
FORD FOCUS JEPPI TIL SÖLU
Til sölu Ford Escape jeppi, benzín, árgerð 2007, ekinn 193.000km. Vel með farinn...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Sendibílaþjónustan Skutla S:867-1234
Tökum að okkur almenna flutninga, skutl, vörudreifingu o.fl. Nánari uppl. á www....
 
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Útb 20265 vátrygging landsvirkjunar
Tilboð - útboð
Útboð nr. 20265 Vátryggingar...