Mikið hagsmunamál fyrir ferðaþjónustuna

Á Sprengisandi
Á Sprengisandi www.mats.is

Stefnt er að því að opna Sprengisandsleið í vikunni. Um er að ræða mikla bót fyrir aðila í ferðaþjónustu á svæðinu sem margir hverjir reiða sig á að fjallvegir séu opnir yfir sumartímann. Þegar er búið að opna syðri hluta leiðarinnar sem liggur um Nýjadal. Lítill snjór er á veginum en mikil bleyta gerir það að verkum að hann er ófær enn.

„Vonandi verður hægt að opna hann síðari hluta vikunnar. Við munum hefja þá vinnu sem þarf til þess að opna hann á morgun (í dag). Nokkuð misjafnt er hvenær Sprengisandsleið hefur opnast fyrir umferð síðustu ár. Þegar best lætur opnast vegurinn um miðjan júní en dæmi eru þess að hann hafi opnast um miðjan júlí,“ segir Gunnar Bóasson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Húsavík. „Þetta fer eftir snjóalögum. Í síðustu viku var enn um 70 cm djúpt vatn við Fjórðungsöldu og því ekkert hægt að keyra þar um. Ástæðan er frost í jörðu. Um leið og það fer þornar vegurinn fljótt,“ segir Gunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert