Furðar sig á fylgi flokkanna

Lilja Mósesdóttir, alþingismaður.
Lilja Mósesdóttir, alþingismaður. mbl.is/Ómar

„Getur verið að kjósendur vilji bara halda í fjórflokkinn sinn?“ spyr Lilja Mósesdóttir, alþingismaður í tilefni af niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Capacent Gallup á fylgi stjórnmálaflokka. Samkvæmt þeim er fylgi Samstöðu, flokks Lilju, með innan við 5% fylgi sem er það minnsta sem hann hefur mælst með frá stofnun hans fyrr á þessu ári, en 5% þarf að lágmarki samkvæmt lögum til þess að ná fulltrúum inn á þing.

Lilja bætir því við á Facebook-síðu sinni að svonefndur fjórflokkur, og á þar við Sjálfstæðisflokkinn, Samfylkinguna, Framsóknarflokkinn og Vinstrihreyfinguna - grænt framboð, hafi lagt grunninn að hruni efnahagslífsins og enn fremur séð til þess að skuldsett heimili tækju á sig þyngstar byrðar vegna bankahrunsins.

Lilja er spurð að því hvort málið sé ekki bara það að fólk sé að sjá í gegnum lýðskrum og skammtímalausnir og svarar: „Veit ekki betur en að fjórflokkurinn hafi fram til þessa sett heimset í lýðskrumi og skammtímalausnum. Ekki hefur það dregið úr vinsældum hans.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert