Rigndi mest í Bláfjöllum

Úrkomuspá fyrir kvöldið í kvöld, sunnudaginn 22. júlí.
Úrkomuspá fyrir kvöldið í kvöld, sunnudaginn 22. júlí. www.vedur.is

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands rigndi mest í Bláfjöllum í gær, en sólarhringsúrkoma þar nam 70,2 mm. Má segja að Bláfjöll hafi tekið skellinn af Reykjavík, því úrkoma þar á sama tíma var einungis um 2,3 mm. 

Vindur náði hámarki á landinu á milli átta og níu í gærkvöldi. Meðalvindhraði var mestur á Stórhöfða í Vestmannaeyjum, en þar var hann 31 m/s, og náðu vindhviður þar mest um 35 m/s. Hvassast var hins vegar í Hvammi undir Eyjafjöllum, en einstakar vindhviður þar náðu upp í 40 m/s. Þó var meðalvindhraði þar einungis á bilinu 18-19 m/s.

Í dag verður SA-átt, milt og væta um mestallt landið, líklega mest á Suðausturlandi en minnst norðaustanlands. Á morgun er gert ráð fyrir norðanátt og kólnar þá fyrir norðan, með stífum vindi á Norðvesturlandi en léttir til sunnanlands. Á þriðjudaginn er svo gert ráð fyrir góðviðri um allt landið, enda hafi lægðin þá gengið alveg hjá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert