Fleyttu kertum með ósk um frið

Fjölmenni fleytti kertum á Reykjavíkurtjörn í dag til minningar um …
Fjölmenni fleytti kertum á Reykjavíkurtjörn í dag til minningar um þá sem fórust í kjarnorkusprengjunum í Japan í ágúst 1945. mbl.is/Ómar

Nokkur hundruð manns eru viðstaddir kertafleytingu við Reykjavíkurtjörn í kvöld, en kertum er nú fleytt í 28. skipti til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárása Bandaríkjanna á Japönsku borgirnar Hirosima og Nagasaki í ágúst 1945.

Í frétt á baksíðu Morgunblaðsins í dag er viðtal við hinn 81 árs Inosuke Hayasaki, sem lifði árásina af, en hann er staddur hér á landi og flutti ávarp í kvöld auk þess sem hann var viðstaddur opnun á fræðslu- og ljósmyndasýningu um kjarnorkuárásirnar í Borgarbókasafninu í Reykjavík fyrr í kvöld.

Í viðtalinu segir Hayasaki: „það má aldrei beita þeim aftur. Við verðum að finna leiðir til þess að varðveita friðinn og eyða öllum kjarnorkuvopnum af yfirborði jarðar. Þannig finnum við sannan frið.“

Það eru sjö friðarsamtök sem koma að kertafleytingunni og vilja þau með því leggja áherslu á kröfu þeirra um heim án kjarnorkuvopna.

Hluti viðtalsins við Inosuke Hayasaki.

Frétt á mbl.is Hræðileg sýning í Tryggvagötu

Inosuke Hayasaki flutti ávarp í kvöld við kertafleytinguna.
Inosuke Hayasaki flutti ávarp í kvöld við kertafleytinguna. mbl.is/Ómar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert