Mál Jóns Steinars á hendur Þorvaldi þingfest í haust

Þorvaldur Gylfason sat í stjórnlagaráði.
Þorvaldur Gylfason sat í stjórnlagaráði. mbl.is/Ómar

Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari hefur formlega stefnt Þorvaldi Gylfasyni prófessor við Háskóla Íslands fyrir meiðyrði. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í september.

Jón Steinar ákvað að fara með málið fyrir dómstóla vegna greinar sem Þorvaldur skrifaði í ritröð háskólans í München í Þýskalandi og birt var í mars síðastliðnum. Jón Steinar upplýsti að hann hygðist stefna Þorvaldi, sem hann hefur nú gert. í aðsendri grein í Morgunblaðinu í júní segir Jón meðal annars að Þorvaldur hafi verið með aðdróttun í sinn garð í greininni, um að hann hafi misfarið með vald sitt sem dómari við Hæstarétt með því að semja fyrst með leynd kæruskjal til réttarins og stjórna síðan afgreiðslu þess. Er vísað þar til kæru vegna framkvæmdar kosninga til stjórnlagaþings árið 2010.

Jón segir Þorvald ekki hafa haft samband við sig en honum hafi borist bréf frá lögfræðingi hans. „Í bréfinu reyndi hann að réttlæta greinina með því að vísa í málfrelsi og að honum hafi verið frjálst að gagnrýna hæstarétt sem æðsta dómstól landsins. Honum er það alveg frjálst en þessi grein hans snerist ekkert um það. Bréfið var því algjörlega út í hött og breytti engu,“ segir Jón Steinar.

Þorvaldur vildi ekki tjá sig um málið þegar mbl.is talaði við hann.

Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari.
Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert