Glæsisnekkja við Reykjavíkurhöfn

Octopus, snekkja milljarðamæringsins Paul Allen.
Octopus, snekkja milljarðamæringsins Paul Allen. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Glæsisnekkjan Octopus liggur nú við ytri höfnina í Reykjavík. Snekkjan kom að landi í morgun, en hún er í eigu auðkýfingsins Pauls Allens, sem er annar stofnenda Microsoft. Octopus er ein glæstasta snekkja veraldar, hún er 126 metrar á lengd og hefur að geyma tvær þyrlur, fjarstýrð köfunartæki og kafbát.  

Ekki er vitað hvort Allen er um borð, en greint var frá því fyrr í sumar að hann hygðist sigla snekkjunni í samfloti við konunglega breska sjóherinn að flaki skipsins HMS Hood þegar Ólympíuleikarnir í Lundúnum rynnu sitt skeið á enda.

Herskipið HMS Hood var skotið niður af þýska herskipinu Bismarck árið 1941. Skipið er það stærsta á vegum breska sjóhersins sem tapað hefur í orrustu á sjó, en alls 1.415 manna áhöfn drukknaði þegar skipið sökk. Hood sökk í Danmerkursundi milli Grænlands og Íslands. 

Octopus er 13. stærsta snekkja heims og fimmta stærsta snekkjan sem ekki er í opinberri eigu.

Frétt mbl.is: Paul Allen kafar að Hood

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert