Með raflostbyssu á Menningarnótt

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Nokkur fíkniefnamál komu til kasta lögreglu höfuðborgarsvæðisins á Menningarnótt. Bæði var lagt hald á kannabisefni og lítilræði af kókaíni. Einn gestur Menningarnætur reyndist bæði vera með fíkniefni og raflostbyssu í fórum sínum og tók lögregla bæði efnin og byssuna í sína vörslu.

Í einu málanna var farið í húsleit í miðborginni og fundust á annað hundrað grömm af kannabisefnum. 

Þá voru sjö ökumenn teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu. Sex þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Hafnarfirði. Þetta voru sex karlar á aldrinum 17-57 ára og ein kona, 55 ára. Þrír þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi og einn aldrei öðlast ökuréttindi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert