SS hækkar verðið um 6,6-7%

SS hefur endurskoðað verðskrá sína um afurðaverð til sauðfjárbænda. Fyrirtækið hefur ákveðið að hækka verð til bænda frá fyrra ári um 6,6-7%.

SS var fyrsta fyrirtækið til að birta verðskrá og samkvæmt henni ætlaði fyrirtækið að hækka um 3%. SS hefur að jafnaði verið fyrst afurðasölufyrirtækja til að tilkynna verð.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að SS muni greiða samkeppnisfært verð í haust sem endranær og endurskoða verðskrá sína eins og þarf. „Það hefur alltaf gerst að sá sem birtir fyrstur verð til bænda þarf að endurskoða verðið eftir að aðrir hafa birt verðskrár sínar og eðlilegur hluti af verðboði til bænda.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert