Eigandi þýfis Sókratesar fundinn

Sókrates byrjaði að koma heim með alls konar flíkur fyrir …
Sókrates byrjaði að koma heim með alls konar flíkur fyrir u.þ.b. tveimur mánuðum.

Eigendur þjófótta kattarins Sókratesar geta andað léttar því búið er að finna eiganda þýfisins sem Sókrates hefur borið heim með sér síðustu mánuði. Eigendur Sókratesar sátu uppi með þrjá fulla poka af fatnaði sem Sókrates færði inn á heimilið, en þau kunna engar skýringar á háttalagi kattarins. 

Eins og mbl.is greindi frá í gær tók kötturinn Sókrates upp á því að draga heim með sér vettlinga, húfur, sokka, dúkkuföt og barnaföt. Fór eigendur hans, hjónin Anne Melén og Ásgrímur Þorsteinsson, að gruna að hann hreinlega stundaði þjófnaði í nágrenninu.

„Eftir að fréttin um Sókrates birtist fékk ég tölvupóst frá fórnalambi þjófnaðarins, en hann býr í nágrenninu. Hann sagðist hafa þekkt þó nokkuð af fötunum sem sjást á myndunum sem fylgdu fréttinni og ætlar að koma að sækja þau,“ segir Anne Melén, annar eigenda kattarins. 

„Það er gott að það sé búið að finna eigandann, enda ekki gott að vera með þrjá fulla poka af annarra manna eigum hér heima,“ segir Anne. 

Tengd frétt: Sókrates stelur sokkum og húfum

Hinn loppulangi Sókrates sækir helst í barnafatnað.
Hinn loppulangi Sókrates sækir helst í barnafatnað.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert