Elliðaárósar brúaðir næsta vetur

Verðlaunatillaga að brú yfir Elliðarárósa. Útboð á nýjum brúm yfir …
Verðlaunatillaga að brú yfir Elliðarárósa. Útboð á nýjum brúm yfir ósana fer fram fljótlega og áætluð verklok eru næsta vor. mbl.is

Í lok júlí undirrituðu Reykjavíkurborg og Vegagerðin samning um átak í gerð hjólreiða- og göngustíga innan borgarmarkanna. Samkomulagið felur í sér fjárframlög að jöfnu frá báðum, en heildarkostnaður við átakið er áætlaður um 2 milljarðar króna, en tímasetningar liggja þó ekki fyrir.

„Það er allt í undirbúningi. Ef ég man rétt þá gerir samkomulagið ráð fyrir að tölusetning á því hvað kæmi inn af fjármunum frá Vegagerðinni á þessu ári og næsta kæmi inn fyrir 15. september og ég reikna með að það standist,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs um málið

Ljúka stíg meðfram Suðurlandsbraut í sumar

„Við stefnum að því að fara í stíg við Suðurlandsbraut á þessu sumri og síðan liggur fyrir nú þegar samkomulag um brýrnar yfir Elliðaárósa og aðkomu Vegagerðarinnar að því. En endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir. Þetta er í lokahönnun og fer í útboð vonandi fljótlega. Við erum að vonast eftir því að þeirri framkvæmd verði lokið fyrir næsta sumar,“ sagði Dagur.

Um er að ræða fjölmörg verkefni sem eru innan ramma samkomulagsins s.s. Vesturlandsvegur, Hringbraut, Bústaðavegur, frá Hringbraut að Kringlumýrarbraut, Reykjanesbraut að Breiðholtsbraut, Reykjanesbraut að Rafstöðvarvegi og Sævarhöfði að Gullinbrú.

Ekki liggur fyrir áætlun um hver röðin á verkefnunum verður og segir Dagur að næst sé að ákveða hvaða verkefni verði á dagskrá næsta sumar.

Dagur B Eggertsson, formaður borgarráðs.
Dagur B Eggertsson, formaður borgarráðs. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert